föstudagur, júlí 18, 2008

Og annar...

Svakalegur hálfvitadagur að nóttu kominn. Mögnuð heimsókn á Hraunið þar sem við skildum við þónokkra káta áheyrendur. Sumir löbbuðu samt út. Can't win them all.

Og svo ægilega skemmtilegt gigg í Keflavík í kvöld. Frekar fámennt eins og við bjuggumst við, en gríðarlega góðmennt og við í fádæma stuði.

Rígmontnir hálfvitar leggja sig nú yfir blánóttina og bruna svo norður í fyrramálið. Hrísey bíður spennt...

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim