þriðjudagur, júní 05, 2007

Galað á gauknum

Hálfvitarnir verða á Gauk á Stöng á fimmtudagskvöldið. Hundur í óskilum líka. Ég heyrði í þeim í fyrsta sinn í langan tíma um daginn og þeir eru í miklu formi með fullt af nýju stöffi. Hápunkturinn er að sjálfsögðu þýðing og staðfærsla á Hotel Callifornia.

Ekki til að missa af.

Nema hvað Varríus missir af. Hann verður fjarri góðu gamni og nærri öðru, nefnilega í Kúlunni að horfa á áhugaleiksýningu ársins, kúkaleikritið hennar Sigguláru. Það er uppselt. Ekki á Gaukinn. Málið dautt.

1 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Ætli það sé þá ekki bara Gaukur eftir Kúk?

9:42 f.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim