fimmtudagur, apríl 19, 2007

Heimavöllurinn

í fyrrakvöld kíkti ég inn á Rósenberg með Bibba. Hljómsveit var að koma sér fyrir í horninu, gítarbassitrommurhljómborð. Fjórir kornungir spilarar í tiebuxum og með dredda. Þeir byrjuðu á einhverjum óskapnaði sem sagði manni svosem ekkert annað en að þeir væru flinkir.

Svo töldu þeir í verkefni kvöldsins - að spila Pétur og Úlfinn. Og það var magnað hjá þeim. Frábær spilamennska og firnaþétt. Hef ekki hugmynd um hverjir þetta voru, en þeir vissu svo sannarlega hvað þeir voru að gera.

Svo fórum við heim.

Rósenberg var magnaður staður. Virkaði eins og félagsmiðstöð fyrir brottflutta húsvíkinga af yngri kynslóðinni og ákveðna kreðsu af tónlistarmönnum. Lifandi staður með fastagesti, látlausa stemmingu og (að mér skilst) glettilega góðan mat. Ljótu hálfvitarnir litu á Rósenberg sem heimili sitt og varnarþing. Sama gerðu Hraun. Ábyggilega fleiri bönd.

Þess vegna er ég niðurdreginn yfir þessu og sit í huganum hjá Dodda á stéttarkantinum.

Og þessvegna finnst mér hrokafullur yfirlætistónnin í þessum pistli óþolandi. Það getur vel verið að Agli Helgasyni þyki "ekki eftisjá í neinu" sem þarna fór fram. Enda var hann fjarri góðu gamni í fyrrakvöld þegar fjórir kornungir virtúósar fóru skapandi og fimum fingrum um perlu Prókoffievs, sjálfum sér og fullum sal af glöðu fólki til uppliftingar.

Verst fyrir hann.

9 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Egill Helga er hlandfata

das gums

3:48 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Ég er venjulega mjög rólegur maður. En ef ég myndi mæta Agli Helgasyni úti á götu á eftir myndi ég löðrunga hann. Mögulega hrækja á hann líka.

10:10 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Oft hefur maður nú haft nokkuð gaman af Agli en þessi pistill er honum ekki sæmandi. Er sá gríðarlegi menningarmunur á því sem var í þessu húsi og bjórkránni sem hann á og rekur nokkrum skrefum sunnar, Ljóta andarunganum, að hann geti leyft sér allt þetta yfirlæti? Menn mega svo sannarlega hafa skoðanir á húsafriðun og því hvernig elstu hús borgarinnar eru nýtt og innréttuð, en að hrækja svona ofan í gröfina þeirra er bæði ljótt og heimskulegt.

1:44 f.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

"Mestöll starfsemi hin óyndislegasta"

Mein Gott!!

Um mig fer hrollur, eittvað segir mér að ef hann fengi að ráða myndi hann halda áfram að byggja þarna í sama stíl og Top Shop húsið. Óyndislega steypu/gler óskapnaði sem er til fárra hluta nýtilegir nema mála pastel grænan að innan og bera fram míróþunnt skorin hráann fisk á blöðruþangblaði.

3:40 f.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Á Egill Helgason Litla ljóta andarungann?

Andskotinn, eini staðurinn sem er hægt að setjast niður á í rólegheitum núorðið.

1:52 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Hann og konan hans keyptu hann a.m.k. fyrir nokkrum árum. Held að þau reki hann ennþá. Þó gæti það hafa breyst eins og allt annað í þessum geira.

2:24 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Lítill fugl sagði mér að Egill væri hættur með andarungann. Getum við samt ekki sniðgengið eitthvað annað sem hann á? Konuna hans? Börnin? Silfrið?
Mikil eftirsjá af Rosen og ekki laust við tár á hvarmi.

5:48 e.h.  
Blogger Sigga Lára sagði...

Tek undir með ræðumanni og fyrsta kommentara. Hlandfata. Ekkert auðveldara en að sniðganga hann bara þegar maður mætir honum á götu. Hann fer kannski að spekúlera í hverju sæti ef hann tekur eftir því að menn fara að fara yfir götuna þegar hann nálgast og fyrirlíta jörðina sem hann gengur á...

10:56 f.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Ég er nú ekki alveg jafnviss um að það sé sérlega „auðvelt“ að sniðganga hann ef þú mætir honum. Það er a.m.k. dálítil vegalengd er það ekki?

2:35 e.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim