miðvikudagur, desember 06, 2006

Og allt í einu fundu allir sannan jólafrið

Fyrri sýning á Bónusjólum, jóladaxkrá Hugleix í ár var í Þjóðleikhúskjallaranum í gærkveldi. Tóxt vel. Ég var sæll með bæði Hjáróm og Ljótu hálfvitana, þar sem ég kom við sögu. Allt efnið stóð fyrir sínu, en skemmtilegastur þótti mér Skurður Prequel-þáttur Sigga Páls um félagana úr Hannyrðum í jólaundirbúningnum.

Daxkráin verður aftur á morgun fimmtudag kl. 21. Miðasala við innganginn. Ekki til að missa af.

4 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Jólabónus heitir hún víst dagskráin.
Og þarna má líka nálgast tvo öndvegis-geisladiska eftri Hugleikshöfunda, Það besta við jólin eftir Þórunni Guðm., sem kom út í fyrra og nýútkominn disk Árna Hjartarsonar þar sem uppistaðan eru lög úr Hugleiksverkum. Þann síðarnefnda hlustaði ég á þegar heim var komið, mér til mikillar ánægju.

10:28 f.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Voðalega er eitthvað vikið að gera hjá Hugleik? Jah... það er nú eins gott að maður er ekki að eyða tímanum í þá vitleysumna.. enda á ég eftir að struaja og stífa átta dúka, finna alla flibbahnappa bóndans, sandskúra gólfin og pressa fellingar í jólagardínunrnar. Og væri ég að eyða tímanum í þetta hugleiksstrúss, væru ekki komnir hér upp á búrhillu átján dunkar afturlímdir með laufabrauði, tuttugu og tveir með jólasmákökum (enginn með sömu sort, takk fyrir) sjö stolleinbrauð og tveir pokar af heimalöguðum karamellum. Já. Það þarf so að forgangsraða og það er gert á þessu sómakæra heimili hér.... eða ekki..

2:04 e.h.  
Blogger Ásdís sagði...

hvað er málið með öll x-in ?? á að vinna einhvern í skrable?

6:08 e.h.  
Blogger Sigga Lára sagði...

Xrable? ;-)

11:15 f.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim