laugardagur, júní 24, 2006

Háemm

Annir á öllum víxtöðvum hafa gert það að verkum að ég hef sárafáa HM-leiki séð í heild sinni, en glefsur úr flestum. Sama ástæða skýrir vitaskuld slælega bloggun undanfarið.

En nú er riðlakeppnin að baki og útsláttargeðveikin alltumlykjandi. Förum yfir stöðuna:

Svíþjóð - Þýskaland
Fór 2-0 fyrir heimamönnum sem eru í banastuði. Svíar alveg svakalega óyndislegt lið með tvo ósympatískustu framherja í heimi. Gott á þá. Þjóðverjar helvíti kraftmiklir (fyrirsjáanlegt) og skemmtilegir (eitthvað nýtt), en munu tæplega klára næsta leik, sem verður við Argentínu

Argentína - Mexíkó
Ég hóf að fylgjast með HM árið 1978 og hélt með Hollendingum og hata þarafleiðandi Argentínumenn öðrum meira. En það dugar ekki sem bólusetning gegn stórkostlegri spilamennsku þeirra. Þó svo þeir hafi lent í nettum vandræðum með Mexíkóa þá eru þeir illvígir mjög og hreint ekki ósennilegir sigurvegarar í keppninni.

England - Ekvador
Fólk sem heldur með englendingum þykir mér pirrandi fólk. Þetta er skítalið, fullt af hrokafullum og nautheimskum súperstjörnum og geta ekki rassgat. Vona að þeir tapi, óttast að þeir slefi í sigur og haldi áfram að gera fólki sem elskar fótbolta lífið leitt.

Portúgal - Holland
Mitt gamla uppáhaldslið er ekki svipur hjá sjón og heldur ólíklegir til að vinna spræka Portúgali. En Christiano Ronaldo er einhver hvimleiðasti sparkari í heiminum og og þvi spái ég að "við" vinnum, þó huxanlega verði það ekki fyrr en í vítaspyrnukeppni þar sem téður Ronaldo klúðrar sínu en minn maður Van Persie brillerar.

Ítalía - Ástralía
Go Aussies! Að elska fótbolta er að hata Ítali. Því miður munu þeir vinna 2-1,

Sviss - Úkraína
Hetja Svisslendinga og Arsenal, Philippe Senderos, er ekki með eftir að hafa tæklað öxlina á sér úr lið í síðasta leik. Þannig að þeir detta úr hér og Úkraínumenn komast óverðskuldað í áttaliðaúrslitin.

Brasilía - Ghana
Úrslitaleikur Varríusar! Liðin tvö sem ég held með mætast óvænt. Ghana vinnur óvænt.

Spánn - Frakkland
Frakkar hafa spilað eins og hálfvitar hingaðtil. Hálfvitar sem gefa alltaf á Zidane, líka þegar það er út í hött. Sá ekki leikinn við Tógó en geri fastlega ráð fyrir að þeir hafi sent nokkra bolta upp í stúku þar sem Zizou sat af sér gulu spjöldin. Spænirnir eru hinsvegar hressir og vinna.

3 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Þú spáir semsagt að Ghana komi þér mest á óvart?

11:47 e.h.  
Blogger Sigga Lára sagði...

Það var gaman að sjá slagsmálin í Portúgal-Holland! Mikil stemming í þessu hérna í Brekkunni.

8:19 e.h.  
Blogger Gummi Erlings sagði...

Nokkuð ljóst að það verða Þýskaland eða Argentína sem mæta Brasílíu í úrslitum. Ítalir og Englendingar eru samt óútreiknanlegir, en það væri stórslys ef þessar þjóðir komast lengra en þetta. Skelfileg lið.

12:47 e.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim