föstudagur, maí 05, 2006

Lítið eitt

Það er ástæða til að minna á og hvetja til mætingar á Margt smátt, einþáttungahátíð Bandalagxins og Borgarleikhússins á litla sviði hins síðarnefnda núna í kvöld. Þarna verða einhver tólf stykki frá átta félögum að ég held.

Hugleikur verður með þrjú stykki, Kratavar og Hannyrðir eftir Sigurð "Guacamole" Pálsson og Í öruggum heimi eftir Júlíu "Jellobiafra" Hannam. Missið af þeim á eigin ábyrgð.

Varríus leikur lítið hlutverk í einu þeirra og veldur ekki tilfinnanlegu tjóni á áhrifamætti þess.

Að auki verða tvö önnur félög með Hugleiksk verk. Rangæingar sýna Bara innihaldið eftir Sævar "Maraþara" Sigurgeirsson og Sýnir sýna Friðardúfuna eftir Unni "Tiger" Gutt.

Og svo brestur á aðalfundur Bandalaxins. Og um kveldið verður svo tilkynnt um valið á Áhugaleiksýningu ársins hjá Þjóðleikhúsinu. Þar erum við með tvö stykki í baráttunni, Jólaævintýri Hugleix eftir Þorgeir "Kartöflu" Tryggvason, Snæbjörn "Kylfu" Ragnarsson, Sigríði "Brekku" Sigurjónsdóttur og Sigrúnu "Aruba" Óskarsdóttur og Systur eftir Þórunni "Fiðlu" Guðmundsdóttur.

Á sunnudaginn fer síðan sendinefnd frá félaginu til að reyna að gera sitt til að leysa vandamálið með varnir Íslands.

Áfram við!

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim