sunnudagur, mars 05, 2006

Hlandfötur!

Les á Bibbabloggi að það voru Túpílakatónleikar á Rósenberg í gær. Af hverju sagði mér enginn frá þessu? Hélt að eitt helsta pojntið með því að eiga vini væri að þeir upplýstu mann um svonanokkuð. En nei.

Fór á tvær leiksýningar í gaggrínendagallanum um helgina. Afar forvitnilegt að sjá svona tvær gerólíkar stórsýningar með rýnendagleraugunum kvöld eftir kvöld Dómar á morgun. Varir mínar eru síld.

Og svo ætla ég á Túskildingsóperuna í kvöld, í óopinberum erindgjörðum.

Mæli með að fólk verði sér út um Fjórða vegginn, tímarit Þjóðleikhússins. Sneisafullt af merkilegu efni. Mun áreiðanlega munnhöggvast við sumt af því hér á næstunni.

Smá forsmekkur: Í grein um Pétur Gaut segir að sýningin sem frumsýnd var í gær sé fimmta uppfærsla verksins á Íslandi. Þetta er endurtekið í leikskrá sýningarinnar. Þetta er rangt. Þjóðleikhúsinu hefur sést yfir hina stórmerkilegu uppfærslu Leikfélags Húsavíkur þar sem Gunnar Eyjólfsson lék gestaleik. Löngu seinna endurtók hann svo leikinn á Sauðárkróki minnir mig.

Skamm!

Arsenal flengdi Fulham 4-0 í gær. Gott til þess að vita. Real Madrid í heimsókn á miðvikudaginn. Við mössum þetta.

2 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Víííí hvað Péturs Gauts gaggrínandinn er kátur. Pant panta að muna að panta miða...

10:41 f.h.  
Blogger oddur sagði...

amm - minn sauðsháttur algirliga. Hélt einhvurn veginn að fisst að sisstir ðín vissti ða.... En sorrí Toggalingur, og rétt til að gleðja þig þá var feykifjör. Og til að bæta úr, þá skal það tilkynnt að það verða útgáfutónleikar á vori komanda (skrítið) á Rósenberg:)

2:42 e.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim