miðvikudagur, mars 01, 2006

DV fer yfir mitt strik

Varríus hefur lengi haldið uppi vörnum fyrir sóðasnepilinn DV en nú er honum líka ofboðið. Myndbirtingarstefna blaðsins hefur nú risið í nýjar hæðir þar sem hópi manna sem eiga um sárt að binda er núið upp úr hörmungum sínum á ósmekklegan hátt með myndum, fullum nöfnum, númerum og harðorðum umsögnum sem eiga ekkert skylt við sanngjarnan fréttaflutning.

Þessu verður að linna.

Hér á ég að sjálfsögðu við umfjöllun blaðsins um íslenska fótboltalandsliðið.

Þvílíkt mannhatur!

1 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

DV er mannhatursfleinn!

11:55 e.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim