þriðjudagur, október 11, 2005

Þeir þekkja sitt heimafólk bölvaðir

Magadansmærin Josi er farin úr húsinu á horni Nóatúns og Skipholts. Í staðin er mætt Tónabúðin. Þarmeð nálgast hljóðfæraverslanir bæjarins enn markhóp sinn.

Rín á horni Stórholts og Brautarholts.
Tónastöðin nokkrum húsum ofar við Skipholtið
Hljóðfærahúsið nokkrum skrefum neðar, í gamla sjónvarpshúsinu
og nú Tónabúðin.

Þetta kallar maður beina markaðssókn. Sá eini sem virðist vera alveg klúless er hr. Kröyer sem rekur sína búð upp á höfða. Einu sinni reyndi ég að fá hann til að selja Hugleik trommusett, en hann dró mig á asnaeyrunum vikum saman þar til ég gafst upp og keypti vort fagurrauða Adamssett í heimahúsi í Keflavík.

5 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Magadansmærin Josi býr eftir því sem ég best veit, ennþá í íbúðinni fyrir neðan okkur Dillu en gott að heyra að hljóðfæraverslanaeigendur landsins eru búnir að fatta að við búum í Skipholtinu. Best væri þó ef þeir tækju sig saman og keyptu Valhöll, holtin yrðu svo mikið betra hverfi á eftir. Og ég þyrfti bara að skreppa yfir götuna.

4:46 e.h.  
Blogger Varríus sagði...

Já - helvíti er þetta góð hugmynd! Sjálfstæðisflokkurinn getur þá flutt inn í íbúðina sem Kjartan galdrakall keypti af Hannesi Hólmstrumpi.

4:48 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Það er ábyggilega rottuhola.

4:58 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Meðan skolpræsagorbatsjóvur og brunnklukktrekkjarar sjá sér ekki fært að mæta í það löðurmannlega verkefni að grafa undan mér, skipta um brunn, laga hér nokkra úrgangspunkta og fækka með því heimsóknum nagandi samviskubitvarga að handan, bið ég ykkur lengstra orða að tala vel um rottuholur.

11:09 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Hafið þið heyrt um magadansmær sem drullaði uppá bak

2:00 e.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim