miðvikudagur, október 19, 2005

Af dómum

Valgeir Sk. var svona líka hrifinn af Halldóri í Hollywood í Fréttablaðinu í gær.

Ármann Jakobsson kveður sér hljóðs á kistunni og var ekki par hrifinn af Sölku Völku. Vel útfærður dómur eins og við var að búast.

Og Þorleifur A. fer hamförum um leikhús Berlínarborgar á bloggi sínu.

Sjálfur er ég búinn að skila af mér langhundi í tímaritið Börn og menning þar sem ég ræði það sérkennilega mál að börn sjást nánast aldrei í sýningum fyrir fullorðna nema til standi að láta þau deyja.

Og þar með er ég á förum til Lundúna. Meira um það síðar.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim