mánudagur, mars 22, 2010

Lyst

Allir skynsamlegir topp-tíu listar yfir íslenska bókmenntir hljóta að innihalda Matarást, hina stórbrotnu alfræðiorðabók fæðunnar sem Nanna Rögnvalds hefur gefið okkur. Ég forðast þessa bók þegar ég elda, því hún fangar mann með öllum sínum dásamlega fróðleik og maður eins og ég er vís með að brenna laukinn á pönnunni meðan hann sökkvir sér í fróðleik um Okra, Sur-ströming, eða hina eina réttu aðferð við að steikja laufabrauð.

Þetta er stórbrotin bók. Lesið t.d. færsluna um Spínat. Og fyrir hina óklýgjugjörnu: flettið upp Lúðusúpu.

Og þið sem eigið hana ekki: WTF!?

Og Þið sem eruð að spá í hverjar hinar níu ómissandi bækur eru: Comment is free.

3 Ummæli:

Blogger Þorbjörn sagði...

Skyldi Draumaland Andra standast tímans tönn?
Fáar bækur hafa haft jafnmikil áhrif á mig síðustu ár allavega.

9:02 f.h.  
Blogger Varríus sagði...

Góð spurning.

Og eitt það góða við svona topptíulista er að þá má stöðugt endurskoða.

9:40 f.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Matarást mun pottþétt standa fyrir sínu, allavega.

3:27 e.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim