föstudagur, desember 18, 2009

Verne

Stundum er sagt að Samfylkingin sé spuna- og pr-flokkur. Ef svo er þá eru þau allavega alveg ótrúlega léleg í því sem þau gera best. Að sjá ekki fyrir fjaðrafok yfir því að veita einum nafntogaðasta skúrki hrunsins skattaívilnanir er barnaskapur. Og að láta fyrstu viðbrögð við andófinu vera önuga feisbúkkfærslu um að "það sé sama hvaðan gott kemur" er stórslys.

Þau áttu að sjá að hér voru þau með mál sem þurfti ítarlegan rökstuðning um leið og skrifað var undir, þar sem sá hluti andófsins sem á annað borð er svaraverður fær sín svör fyrirfram. Og plís, ekki að beita því gamalkunna bragði að beina umræðunni að því hvort einhver stjórnarandstöðuþingmaður var með "ógeðfellt orðalag". Þið eruð ekki sjálfstæðisflokkurinn. Og þetta er ekki gamla Ísland, eða hvað?

Því það eru alveg rök fyrir ákvörðuninni. Held að það hefði t.d. heyrst hljóð úr horni Reykjanesskagans ef málið hefði EKKI klárast. Og svo má segja: Er ekki betra að festa sem mest fé Björgólfs á Íslandi? Þannig ætti að verða auðveldara að gera það upptækt þegar þar að kemur, heldur en að þurfa að gera út tankskip til Tortóla.

það er að segja, ef hann er að koma með einhvern pening. Sporin hræða nefnilega. Iðnaðarráðherra og aðstoðarmanni forsætisráðherra er fullkunnugt um þessa forsögu. Hefði nú ekki verið gott að koma almennilega og strax á framfæri upplýsingum um að maðurinn væri í alvörunni að leggja fram fé, og viðskiptafélagar hans væru próper fólk?

En nei, betra að ala á tortryggninni - það er það sem við þurfum mest á að halda núna.

Og hversvegna í dauðanum var fallist á að raforkuverðið væri leyndó? Það bara getur ekki verið eðlilegt.

2 Ummæli:

Blogger Sigga Lára sagði...

Ég er búin að vera að krukka í þetta fyrirtæki og mennina sem að því standa.
Só far gúgglast bara ferlega lítið um þetta fólk. Upplýsingar um þá yfirgripsmiklu reynslu og þekkingu sem segir á vefnum að figure-hausarnir hafi í gagnaversmálum finnast hvergi annarsstaðar í vefheimum.
Vefur fyrirtækisins virkar ferlega mikil framhlið. Mikið lagt uppúr "vinsælum" klisjum sem segja lítið.

Því meira sem ég skoða því meiri ástæða finnst mér til ítrustu... tortryggni.
Það er loftbólulykt af þessu fyrirtæki.

12:30 e.h.  
Blogger Unknown sagði...

Flott grein og mjög áhugaverð athugasemd. Setti þetta á Facebook hjá mér, http://facebook.com/gunnar.grimsson

2:25 e.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim