þriðjudagur, ágúst 19, 2008

Ofmat

Skemmtileg grein um ofmetnustu listamenn/verk í Fréttablaðinu um helgina. Hægt að vera sammála flestu, þó mér fyndist Jónas Sen kannski sleppa heldur ódýrt frá (klassísku) tónlistinni með því að nefna Andrew Lloyd Webber, sem kannski er vinsæll og ríkur, en varla hátt skrifaður. Soldið eins og að nefna Britey Spears í poppi eða Dan Brown í bókmenntum.

Sammála Jóni Viðari í leikhúsinu. Brecht er klárlega með leiðinlegri leikritahöfundum, langdreginn og kemur banal boðskap á framfæri á svo klunnalegan hátt stundum að það virkar djúpt á þá sem eru boðskapnum sammála. Hann er hinsvegar mikill áhrifavaldur, og margt af því besta í leikritun og leikhúsi nútímans stendur í þakkarskuld við hann. Ofmetinn sem leikskáld, réttmetinn sem brautryðjandi fyrir sér betri höfunda og leikhúsfólk.

Annar möguleiki hefði verið að nefna Absúrdstefnuna - leiðinleg blindgata og afsökun fyrir slappa höfunda til að fela sig í holtaþoku.

En það vantaði poppið. Bætum úr því. Hvað er ofmetnast í dægurhluta tónlistarinnar?

Þrjár uppástungur frá mér:


Rolling Stones

Eric Clapton

Elton John

Umræður óskast.

11 Ummæli:

Blogger Gummi Erlings sagði...

Þú gleymdir Queen (sorrí, stóðst það ekki...)

9:33 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Þessir þrír sem þú nefndir eru náttúrulega ofmetnir en samt sem áur ákveðnir brautryðjendur. Svona eins og Jimi Hendrix og já.. Bara öll helvítis hippatónlistin! ..Helvítis hippar!!

11:01 e.h.  
Blogger Andri Valur sagði...

Hvað með Bítlana?

11:29 e.h.  
Blogger Varríus sagði...

Rétt hjá Jóa - Stóns og Klapton hafa svolítið stöðu Brechts. Mikilvægar fígúrur en kannski ekki sjálfar ekki jafn æðislegar og alltaf er látið.

Queen held ég reyndar að sé einmitt dæmi um hið gagnstæða - hljómsveit sem aldrei hefur notið sannmælis fyrir frumleika og fjölbreytni vegna þess hve þeir eru litríkir og virka fyrir vikið yfirborðskenndir á snobbara sem trúa á dýptina (sorrí, stóðst þetta ekki).

Vel má færa rök fyrir ofmati á Bítlunum, en ég er bara of mikill aðdáandi til að fá það af mér.

En tvær hljómsveitir sem standa nálægt hjarta mínu mega svosem alveg vera á listanum:

Led Zeppelin

Pink Floyd

(snökt)

7:02 f.h.  
Blogger Sigga Lára sagði...

Mér finnst hljómsveitir ofmetnar.
Mér þykja sum lög skemmtileg, önnur ekki.
Hef aldrei skilið hvernig menn geta haft dálæti á hljómsveitum eða tónlistarmönnum. Allar og allir gefa þær/þeir stundum frá sér tónlist sem mér finnst ekkert skemmtileg.

Guð blessi ípottinn. Nú getur maður loxins valið lögin sem manni þykja skemmtilegust og þarf ekki að spila allan heila hundleiðinlega diskinn.

5:18 e.h.  
Blogger Varríus sagði...

Góður púnktur Slára. Gildir þá væntanlega líka um aðrar greinar, ikke?

Spyrja má sig t.d. hvernig standi á því að Tom Waits eigi sér aðdáendur sem fíla bæði Closing Time og Bone Machine. Sem er staðreynd.

Engu að síður er spurningin um ofmat á listamönnum skemmtileg og rökræðuverð, er það ekki?

5:58 e.h.  
Blogger Gummi Erlings sagði...

Já, Slára hittir naglann á höfuðið eins og venjulega. Reyndar er ég einn af þeim sem fíla bæði Closing Time OG Bone Machine, já og eiginlega bara allt sem helvítis illfyglið hefur gert.

Annars hefur þetta með Queen ekkert með snobb að gera, það er bara eitthvað við þá sem pirrar mig og get því ekki notið þess að hlusta á þá og skil því aldrei hvað fólk er að tala um þegar það dásamar þá. Sem er býsna yfirborðskennd nálgun, ikke?

Reyndar er ég farinn að gefa þeim séns og skal alveg viðurkenna að Sheer Heart Attack er fyrirtaksplata. Það er nefnilega fátt eins gaman þegar maður ákveður að gefa listamönnum sem maður fyrirlítur séns og uppgötvar að þeir eiga kannski einhverja snilld í pokahorninu. Einu sinni hélt ég t.d. að Kris Kristofferson væri bara eitthvað leiðindaviðrini, en uppgötvaði um daginn að snilldarperlur leynast í ýmsum hans pokahornum. Ergó: Nú finnst mér Kris vanmetinn tónlistarmaður, en áður fannst mér hann ofmetinn. Það er helvíti vandlifað.

10:53 e.h.  
Blogger Varríus sagði...

Því fleira sem manni finnst skemmtilegt, því skemmtilegra er lífið - þannig að það er gott að vera Gummie - og fer batnandi.

Kalt mat - hvorki of né van :)

8:14 f.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Það að vera ofmetinn er skammaryrði. Samt er það ekki manni sjálfum að kenna ef maður er ofmetinn (nema ef maður ofmetur sjálfan sig). Það eru aðrir sem ofmeta mann og maður getur ekkert að því gert.

Og af hverju nefnir enginn U2? Já og rapp eins og það leggur sig. Það, að einhver kunni að meta rapp yfirhöfuð, er ofmat...

1:55 e.h.  
Blogger Davíð Þór sagði...

Morrissey!!! Boðskapur allra hans laga er: "Ó, ég á svo bágt og enginn skilur mig. Best væri bara að ég hengdi mig, þá myndi fólk kannski fatta hvað ég var mikill snillingur og sjá eftir því að hafa verið svona vont við mig." Eitthvað sem allir geta tengt við á ákveðnu skeiði, þ. e. kynþroskaskeiðinu. En að smíða heilan karríer út á mónótónískt sjálfsvorkunnarrunk ... kammán!

4:11 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

STONES!!!!!!! eru ofmetnir.!! það eru engir meira ofmetnir enn þeir!!!

6:03 e.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim