Platan - tónleikar
Frumburður Ljótu hálfvitanna kemur i búðir eftir helgi. Fyrstu eintökin eru víst komin til landsins, en óvíst hvort við komum höndum yfir þau fyrir helgi. Spenna í loftinu.
Útgáfutónleikar hinir fyrri verða svo í Borgarleikhúsinu á laugardaginn kemur. Það verður rosalegt! 1.800 kr. inn, miðasala t.d. hér. Farið neðst á síðuna og klikkið á 30. júní.
Af þessu má enginn missa, nema þeir sem ætla frekar að sjá okkur viku síðar á Ýdölum.
Nú fer í hönd plöggvika mikil. Oddur Bjarni verður í Helgarútgáfunni á Rás 2 á morgun og ég í Laufskálanum hjá Lísu Páls á þriðjudag.
Gríðarlega spennandi.
PS: og í þessum töluðum orðum berast þau tíðindi að fyrstu eintökin séu komin í hálfvitahendur. Jibbíkóla!
Útgáfutónleikar hinir fyrri verða svo í Borgarleikhúsinu á laugardaginn kemur. Það verður rosalegt! 1.800 kr. inn, miðasala t.d. hér. Farið neðst á síðuna og klikkið á 30. júní.
Af þessu má enginn missa, nema þeir sem ætla frekar að sjá okkur viku síðar á Ýdölum.
Nú fer í hönd plöggvika mikil. Oddur Bjarni verður í Helgarútgáfunni á Rás 2 á morgun og ég í Laufskálanum hjá Lísu Páls á þriðjudag.
Gríðarlega spennandi.
PS: og í þessum töluðum orðum berast þau tíðindi að fyrstu eintökin séu komin í hálfvitahendur. Jibbíkóla!
5 Ummæli:
Til hamingju með gripin, hann verður í einum rekkanum fljótlega
Enn og aftur er tíma og og staðsetning glórulaus hjá ykkur.
Hringja í mig áður enn þið bókið stað og stund næst.
Þráinn Maríus
til hamingju með diskinn, mikil spenna á mínu heimili eftir áhlustun
Passa bara að vera meira á réttum stað á réttum tíma Þráinn. :)
Ístak finnst ég alltaf vera stað á réttum tíma, ég er bara ekki alltaf sammála því ;-)
Þráinn Maríus
Ístak í Ásbyrgi?
Kv.frá Húsavík
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim