Hrifla
Búinn að hlusta oft og grannt á frumburðinn hans Hrauns, I can't believe it's not happiness undanfarna daga. Miklu meira en ég reiknaði með, satt að segja. Umfjöllun um diskinn í prentmiðlum var því miður með afbrigðum grunnhyggin og gekk ýmist út á að mússíkin væri bara fyrir fullorðna (Grapevine), eða ekki sveitaballastuð (Mogginn). Best að ég segi hvað mér finnst.
Reyndar er ég eiginlega sammála báðum blaðaskríbentunum. Þetta fullorðinsleg og stælalaus poppmússík með textum um þroskaða úrvinnslu á erfiðri lífsreynslu. Ekki viss um að hún hefði gert mikið fyrir mig á þeim árum þegar Kiss og AC/DC voru efst í bunkanum.
Og hið tvískipta eðli Hrauns getur vissulega verið problematískt. Man eftir nokkrum skiptum þar sem ég var mættur á Rósen til að skemmta mér, hlæja, klappa og syngja með, en þurfti áður en stuðið byrjaði að sitja af mér nokkur lög úr þeim sarpi sem er síðan einráður á ICBINH.
Þannig að já, þetta er ljúfsár fullorðinsplata. Nákvæmlega hversvegna það er galli á jafn einlægri plötu að vera nákvæmlega það sem hún þykist vera veit ég ekki. Spurningin er: hversu góð er hún sem það sem hún er?
Ég myndi segja framúrskarandi.
Fólki verður nokkuð tíðrætt um að platan sé þunglyndisleg, bæði umfjöllurum og Hraunurum sjálfum. Ég veit það ekki. Lögin eru flest hæg og átakalítil, textarnir vissulega uppfullir af söknuði og sárum. En það er gleði í tónlistinni. Sköpunar- spila- og tjáningargleði á hverri rás. Held að eitt öppbítlag hefði gert hana enn áheyrilegri, en það er ekkert stórmál. Platan gerir mig ekki dapran, þvert á móti. Ef það var ætlunin þá hefur það mislukkast sem betur fer.
Bestu lögin eru frábær og setjast að í hausnum á manni - Your Love was Death to me, Clementine, Goodbye my Lovely og Ástarsaga úr fjöllunum. Hljóðfæraleikur er eins góður og ég kæri mig um að hafa hann og Svavar er magnaður söngvari. Tjáningarríkur en stælalaus.
Auðvitað má segja sem svo að ég sé "vanhæfur" til að hafa "hlutlausa" skoðun á afurð þessara vina minna. Og það er hárrétt. En ég væri ekki sífellt að hlusta á hana í einrúmi, í bílnum, í vinnunni, heima í sófa, til þess eins að þóknast þeim. Reyndar hefði ég alveg örugglega aldrei eignast eintak ef ég þekkti þá ekki sem leikfélaga og samstarfsmenn í allskyns samhengi.
Þetta heitir líklega að vera heppinn með vini.
Reyndar er ég eiginlega sammála báðum blaðaskríbentunum. Þetta fullorðinsleg og stælalaus poppmússík með textum um þroskaða úrvinnslu á erfiðri lífsreynslu. Ekki viss um að hún hefði gert mikið fyrir mig á þeim árum þegar Kiss og AC/DC voru efst í bunkanum.
Og hið tvískipta eðli Hrauns getur vissulega verið problematískt. Man eftir nokkrum skiptum þar sem ég var mættur á Rósen til að skemmta mér, hlæja, klappa og syngja með, en þurfti áður en stuðið byrjaði að sitja af mér nokkur lög úr þeim sarpi sem er síðan einráður á ICBINH.
Þannig að já, þetta er ljúfsár fullorðinsplata. Nákvæmlega hversvegna það er galli á jafn einlægri plötu að vera nákvæmlega það sem hún þykist vera veit ég ekki. Spurningin er: hversu góð er hún sem það sem hún er?
Ég myndi segja framúrskarandi.
Fólki verður nokkuð tíðrætt um að platan sé þunglyndisleg, bæði umfjöllurum og Hraunurum sjálfum. Ég veit það ekki. Lögin eru flest hæg og átakalítil, textarnir vissulega uppfullir af söknuði og sárum. En það er gleði í tónlistinni. Sköpunar- spila- og tjáningargleði á hverri rás. Held að eitt öppbítlag hefði gert hana enn áheyrilegri, en það er ekkert stórmál. Platan gerir mig ekki dapran, þvert á móti. Ef það var ætlunin þá hefur það mislukkast sem betur fer.
Bestu lögin eru frábær og setjast að í hausnum á manni - Your Love was Death to me, Clementine, Goodbye my Lovely og Ástarsaga úr fjöllunum. Hljóðfæraleikur er eins góður og ég kæri mig um að hafa hann og Svavar er magnaður söngvari. Tjáningarríkur en stælalaus.
Auðvitað má segja sem svo að ég sé "vanhæfur" til að hafa "hlutlausa" skoðun á afurð þessara vina minna. Og það er hárrétt. En ég væri ekki sífellt að hlusta á hana í einrúmi, í bílnum, í vinnunni, heima í sófa, til þess eins að þóknast þeim. Reyndar hefði ég alveg örugglega aldrei eignast eintak ef ég þekkti þá ekki sem leikfélaga og samstarfsmenn í allskyns samhengi.
Þetta heitir líklega að vera heppinn með vini.
2 Ummæli:
Ekki endilega sammála þessu öllu en þetta er allt satt.
Mórallinn er: Maður á ekki alltaf að vera sammála öllu sem er satt.
:) ?
Hjalti! Ef þú lest þetta, vertu endilega með eintak á þér næst þegar við hittumst (lesist allaf :)) svo ég geti keypt diskinn af þér beint og þurfi ekki að fara í einhverja búð til þess. ;)
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim