sunnudagur, mars 05, 2006

Hlandfötur!

Les á Bibbabloggi að það voru Túpílakatónleikar á Rósenberg í gær. Af hverju sagði mér enginn frá þessu? Hélt að eitt helsta pojntið með því að eiga vini væri að þeir upplýstu mann um svonanokkuð. En nei.

Fór á tvær leiksýningar í gaggrínendagallanum um helgina. Afar forvitnilegt að sjá svona tvær gerólíkar stórsýningar með rýnendagleraugunum kvöld eftir kvöld Dómar á morgun. Varir mínar eru síld.

Og svo ætla ég á Túskildingsóperuna í kvöld, í óopinberum erindgjörðum.

Mæli með að fólk verði sér út um Fjórða vegginn, tímarit Þjóðleikhússins. Sneisafullt af merkilegu efni. Mun áreiðanlega munnhöggvast við sumt af því hér á næstunni.

Smá forsmekkur: Í grein um Pétur Gaut segir að sýningin sem frumsýnd var í gær sé fimmta uppfærsla verksins á Íslandi. Þetta er endurtekið í leikskrá sýningarinnar. Þetta er rangt. Þjóðleikhúsinu hefur sést yfir hina stórmerkilegu uppfærslu Leikfélags Húsavíkur þar sem Gunnar Eyjólfsson lék gestaleik. Löngu seinna endurtók hann svo leikinn á Sauðárkróki minnir mig.

Skamm!

Arsenal flengdi Fulham 4-0 í gær. Gott til þess að vita. Real Madrid í heimsókn á miðvikudaginn. Við mössum þetta.

1 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Víííí hvað Péturs Gauts gaggrínandinn er kátur. Pant panta að muna að panta miða...

10:41 f.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim