Jólmenningarneysla
Að halda jól er góð skemmtun. Þá innbyrðir maður góðan slatta af mat og annari neysluvöru. Sumt er af andlega taginu. Hér á eftir fara umsagnir um það sem Varríus lét inn fyrir sinn heilabörk um hátíðarnar og í kringum þær.
Innvortis
Minningartónleikar um Bjarna Móhíkana á Nelly's 22. desember.
Í annað sinn sem ég heyri í Innvortis live. Þeir eru stórskemmtileg hljómsveit. Drifkrafturinn er ekki eyðileggjandi reiði og vanmáttartilfinning eins og í hinu upprunalega pönki, heldur ást á tónlistinni sjálfri. Fyrir vikið er henni rétt lýst með nafninu
gleðipönk, sem er skemmtilega mótsagnarkennt. Það er lýsandi fyrir tónlist Innvortis að öðru hverju skella þeir sér í þungarokksparódíur, og nálgast þannig erkióvin pönksins með húmorinn að vopni og gengur fyrir vikið enn betur að afbyggja það mikla tónlistarrúnk en proper-pönkinu tóxt með kunnáttuleysinum. Bjarni hefði orðið glaður.
Hraun
Jólatónleikar á Rósenberg 22. desember.
Miklir prýðispiltar, Hraun. Og alveg á heimavelli á jólunum, hvort sem tóntegundin er einlægni, grín eða stuð. Loftur stal senunni með fléttunum og konan hans með loftkökunum.
Ingibjörg Þorbergs
Í sólgulu húsi
Diskur þessi datt í skóinn á heimili Varríusar og er búinn að snúast nokkra hringi nú þegar, enda alveg frábær. Frú Þorbergs syngur fallega sem aldrei fyrr og lögin hreinlega ilma af lífsgleði og bjartsýni. Minnti mig pínulítið á Andersen/Dissing upp á sitt besta. Gull af diski.
Kristjana Arngríms
Í húminu
Þessi tók líka nokkrar umferðir í tækinu. Kristjana er einhver raddfegursta söngkona landsins og hefur að þessu sinni týnt til nokkur sjaldheyrð dönsk lög til viðbótar við þekktari íslenskar perlur, sálma og fleira. Ljúfmeti.
Hugleikur Dagsson
Bjargið okkur/Forðist okkur
Eiginlega hálfgert óverdós að rúlla í gegnum gervallt höfundarverk Hugleiks á einum jóladagsmorgni, en Varríus gerði það nú samt. Helvítis viðbjóður auðvitað, en tónninn er einstakur og húmorinn hárbeittur. Skilur eftir sig hrúðurkarl á sálinni og skítaglott á samviskunni.
Baggalútur
Pabbi þarf að vinna
Yndisleg plata þar sem allar köntríklisjurnar eru teknar til kostana, í lagasmíðum, útsetningum, söngstíl og alíslenskum yrkisefnum. Ekkert endilega fyndnari en Lónlí Blú Bojs eða Johnny King, ... jú annars, margfalt fyndnari. Persónulegt uppáhald af persónulegum ástæðum: Toggi og hulduhóllinn.
Stuðmenn
Í takt við tímann
Horfði á hana með engar væntingar en varð samt fyrir vonbrigðum. Sem er einhverskonar met, er það ekki? Sorgleg mynd.
Girl with a Pearl Earring
Þessi fór hinsvegar bæði fram úr væntingum og umtalsverðu hæpinu sem hafði slegið á væntingarnar. Lúkkið náttúrulega stórkostlegt, Vermeer lifandi kominn. En Varríusi er skítsama um lúkk. Bara innihaldið fyrir mig takk! Og hér var það svo sannarlega. Yfirborðseinföld en djúpflókin sagan nær miklum sprengikrafti undir þrýstingi samfélagsþrúgunar og freðinna samskiptahátta. Frábær leikur á öllum póstum.
Troy
Gullslegin saurfata í líki bíómyndar. Klisjuleg með afbrigðum. Skelfileg samtöl flutt af leikurum á sjálfstýringu, kjánaleg hliðarspor frá Hómer gamla (Agamemnon drepinn í Tróju?!!) og þrátt fyrir allar milljónirnar sem þessi fíflagangur kostaði tókst samt að koma fyrir einu æpandi klikki: enginn ferjutollur í augum Hektors þegar hann deyr. Einungis fyrir fólk með þörf fyrir að horfa á Brad Pitt í pínupilsi og án þess.
The Return of the King
Hringadróttinssaga er ofmetið bókmenntaverk en þessi síðasti partur er mögnuð bíómynd. Leikararnir meira og minna góðir og Peter Jackson setur sig aldrei úr færi að setja persónurnar í öndvegi á kostnað sjónarspilsins ótrúlega.
Innvortis
Minningartónleikar um Bjarna Móhíkana á Nelly's 22. desember.
Í annað sinn sem ég heyri í Innvortis live. Þeir eru stórskemmtileg hljómsveit. Drifkrafturinn er ekki eyðileggjandi reiði og vanmáttartilfinning eins og í hinu upprunalega pönki, heldur ást á tónlistinni sjálfri. Fyrir vikið er henni rétt lýst með nafninu
gleðipönk, sem er skemmtilega mótsagnarkennt. Það er lýsandi fyrir tónlist Innvortis að öðru hverju skella þeir sér í þungarokksparódíur, og nálgast þannig erkióvin pönksins með húmorinn að vopni og gengur fyrir vikið enn betur að afbyggja það mikla tónlistarrúnk en proper-pönkinu tóxt með kunnáttuleysinum. Bjarni hefði orðið glaður.
Hraun
Jólatónleikar á Rósenberg 22. desember.
Miklir prýðispiltar, Hraun. Og alveg á heimavelli á jólunum, hvort sem tóntegundin er einlægni, grín eða stuð. Loftur stal senunni með fléttunum og konan hans með loftkökunum.
Ingibjörg Þorbergs
Í sólgulu húsi
Diskur þessi datt í skóinn á heimili Varríusar og er búinn að snúast nokkra hringi nú þegar, enda alveg frábær. Frú Þorbergs syngur fallega sem aldrei fyrr og lögin hreinlega ilma af lífsgleði og bjartsýni. Minnti mig pínulítið á Andersen/Dissing upp á sitt besta. Gull af diski.
Kristjana Arngríms
Í húminu
Þessi tók líka nokkrar umferðir í tækinu. Kristjana er einhver raddfegursta söngkona landsins og hefur að þessu sinni týnt til nokkur sjaldheyrð dönsk lög til viðbótar við þekktari íslenskar perlur, sálma og fleira. Ljúfmeti.
Hugleikur Dagsson
Bjargið okkur/Forðist okkur
Eiginlega hálfgert óverdós að rúlla í gegnum gervallt höfundarverk Hugleiks á einum jóladagsmorgni, en Varríus gerði það nú samt. Helvítis viðbjóður auðvitað, en tónninn er einstakur og húmorinn hárbeittur. Skilur eftir sig hrúðurkarl á sálinni og skítaglott á samviskunni.
Baggalútur
Pabbi þarf að vinna
Yndisleg plata þar sem allar köntríklisjurnar eru teknar til kostana, í lagasmíðum, útsetningum, söngstíl og alíslenskum yrkisefnum. Ekkert endilega fyndnari en Lónlí Blú Bojs eða Johnny King, ... jú annars, margfalt fyndnari. Persónulegt uppáhald af persónulegum ástæðum: Toggi og hulduhóllinn.
Stuðmenn
Í takt við tímann
Horfði á hana með engar væntingar en varð samt fyrir vonbrigðum. Sem er einhverskonar met, er það ekki? Sorgleg mynd.
Girl with a Pearl Earring
Þessi fór hinsvegar bæði fram úr væntingum og umtalsverðu hæpinu sem hafði slegið á væntingarnar. Lúkkið náttúrulega stórkostlegt, Vermeer lifandi kominn. En Varríusi er skítsama um lúkk. Bara innihaldið fyrir mig takk! Og hér var það svo sannarlega. Yfirborðseinföld en djúpflókin sagan nær miklum sprengikrafti undir þrýstingi samfélagsþrúgunar og freðinna samskiptahátta. Frábær leikur á öllum póstum.
Troy
Gullslegin saurfata í líki bíómyndar. Klisjuleg með afbrigðum. Skelfileg samtöl flutt af leikurum á sjálfstýringu, kjánaleg hliðarspor frá Hómer gamla (Agamemnon drepinn í Tróju?!!) og þrátt fyrir allar milljónirnar sem þessi fíflagangur kostaði tókst samt að koma fyrir einu æpandi klikki: enginn ferjutollur í augum Hektors þegar hann deyr. Einungis fyrir fólk með þörf fyrir að horfa á Brad Pitt í pínupilsi og án þess.
The Return of the King
Hringadróttinssaga er ofmetið bókmenntaverk en þessi síðasti partur er mögnuð bíómynd. Leikararnir meira og minna góðir og Peter Jackson setur sig aldrei úr færi að setja persónurnar í öndvegi á kostnað sjónarspilsins ótrúlega.
10 Ummæli:
ofmetið bókmenntaverk?? *guðlast, égánúbarekkitilorð.*
Mér fannst Troy alveg fín. Vond mynd, en fín sem slík. Og viðtalið við leikstjórann á dvd disknum var afar skemmtilegt, þar sem hann sér víst einhvern djúpan boðskap í þessu með hliðsjón af innrásinni í Írak. Mkay...
Jæja þá vantar bara sjálfboðaliða til að bera í bætifláka fyrir Stuðmenn.
Einhver .... ?
pass. finnst þeir meira svona...duxkx
Ég þakka hrósið. Verð samt að leiðrétta ákveðinn misskilning. Svavar kom með loftkökurnar ekki Kristrún, hún át samt sennilega mest af þeim og útdeildi sem sínum eigins kökum. Svavar var alveg lmwgn yfir þessu áðan.
Gott að Hringadróttinssaga er ofmetin. Ég nenni nefnilega ekki að lesa hana. Enda voru allir nördarnir sem ég þekki búnir að segja mér hana löngu áður en ég sá myndirnar.
(Segi nú bara eins og Joey í Friends þegar Ross og Chandler voru eitthvað að flissa yfir að hann hefði ekki lesið LOTR í menntaskóla.)
Þætti hins vegar mikil synd að horfa á Troy þegar maður er löngu búinn að pínast í gegnum Ilíonskviðu.
Mér fannst nú eiginlega Akkilesarhæll myndarinnar að Brad Pitt skyldi drepast við að fá ör í hælinn. Hvaða rugl var það? Einhver akk-pikkles í handritinu?
Hef ekki séð Stuðmannamyndina. Af því sem ég hef séð úr henni reikna ég síst með bætiflákum.
Tíhí ... það var einmitt lagið Toggi og hulduhóllinn sem varð til þess að ég tók endanlega ákvörðun um jólagjöfina.
P.S. Ef Hómer og/eða munngeymdarsérfræðingarnir fyrirrennarar hans hefðu nú drullast til að láta mömmu Akkilesar halda í eitthvað annað en hælinn á honum þegar hún dýfði honum í sýrufljótið þarna sem ég man ekki hvað heitir ... það hefði nú verið eitthvað annað. Mér dettur svo sem enginn sérstakur líkamshluti í hug en nefni dcwwea af handahófi.
Pínupilsið hans Akkilesar var nú svo stutt að mjög má draga í efa að dcwwea hans sé af þeirri stærðargráðu að nokkur gæti hitt það með Boga og Örvari.
Gat nú verið að þú færir beint undir pínupilsið með þessar hugsanir.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim