sunnudagur, mars 28, 2010

Sjálfhverfa.is

Kominn heim úr aldeilis velheppnaðri vinnuferð Ljótu hálfvitanna þar sem við lögðum grunninn að næstu plötu sem verður klárlega mín uppáhaldsplata með þessari hljómsveit.

Þriðja plata hljómsveitar er áhugaverð stúdía. Dressed to kill er t.d vanmetin Kissplata, A hard day's night er afar solid og klár framför hjá Bítlunum, Let there be rock hjá AC/DC er ekkert minna en stórbrotin og hvað er svosem hægt að segja um The number of the beast?

Af þessu mega menn svo sem draga þær ályktanir sem þeir vilja og byggja væntingar í samræmi við það. Áhugaverðar þriðjuplötur óskast í kommentin.

Og svo kemur maður heim og á netið, og fyrir puttaglöp fer maður fyrst á Pressuna og sér þessa ótrúlegu fyrirsögn: Breskur veðbanki býður upp á veðmál um hvaða eldfjall gýs næst: Katla er ekki á listanum.

Mórallinn: Naflinn á okkur er ekki eins áhugaverður og við héldum.

4 Ummæli:

Blogger Sigga Lára sagði...

Mikið hroðalega hlakka ég til að fá þriðju Hálfvitana í eignasafnið.

Kannski ekki síst til að afkomendurnir fari að verða til í að spila eitthvað annað en "Einn-tveir-og-þrííír" eins og önnur platan er jafnan uppnefnd, í bílnum.

Skora á þig að gera foreldrum Þorgeirs Huldars Siljusonar Brorsens-Schmidt þann óleik að gefa honum heildarsafnið í skírnargjöf...

9:48 e.h.  
Anonymous Krissi Coerver sagði...

Ágætis byrjun er oft sögð besta plata Íslandssögunnar og hún er vissulega þriðja plata. Spurning hvort Ljótir toppi hana.

Annars held ég að fjórðu plöturnar séu almennt betri. Tommy, Night at the opera, Aftermath, In rock, Aqualung og Zeppelin fjarkinn. Hver veit nema þið fíflin toppið bara 2011...

11:19 e.h.  
Blogger Varríus sagði...

Já, nokkuð til í þessu. Mér finnst samt einhvernvegin ómögulegt að telja In Rock fjórðuplötu, svo afgerandi breyting verður á Purple þá. Lít á Machine Head sem þriðju plötu og hananú :)

Fleiri góðar íslenskar þriðjuplötur:

Götuskór með Spilverkinu og Fram og aftur blindgötuna með Megasi.

Samsvarandi fjórðuplötur eru Sturla (sem mér þykir alltaf pínu ofmetin) og Á bleikum náttkjólum, sem er auðvitað stórkostleg, en samt svolítið "ómegösk" fyrir afgerandi innkomu Spilverksins.

Sigurrós næ ég aldrei alveg. Þannig að já, við toppum hana fyrir minn smekk :)

10:57 f.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Hvað hét aftur þriðja plata Hönnu Valdísar? :)

SS

12:39 e.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim