þriðjudagur, mars 23, 2010

Gott fólk

Eitt það besta við hrunið er tækifærið til að endurhugsa afstöðu sína til allskonar hluta. Við erum reyndar ekkert sérstaklega góð í þessu. Ótrúlega fáir sem hafa gripið þetta tækifæri.

Hér eru samt fimm pólítíkusar/álitsgjafar sem verðskulda virðingu okkar fyrir að stilla ekki vopnin sín efir flokkshagsmunum eða fyrri skrifum/gerðum.

Skólabróðir minn, sjálfstæðisdrengurinn Ágúst Borgþór Sverrisson sækir í sannindi siðfræðinnar til að greina glóruleysi hrunsins.

Ármann Jakobsson er byrjaður að blogga aftur og skrifar að mínu viti frábærar greinar um stöðu mála.

Guðmundur Steingrímsson er vissulega genginn í framsóknarflokkinn, en talar af skynsemi og virðist hafa einlægan vilja til að sætta skoðanir - eða í það minnsta færa alvöru rök fyrir sínum.

Bjarni Harðarson er samkvæmur sjálfum sér. Eftir að hafa skrifað af krafti gegn popúlískri afstöðu flokksformanns síns í Icesavemálinu gengur hann til liðs við nýjan flokk.

Og svo má ekki gleyma Þráni - sem er klárlega á eigin báti og augljóslega ekki dauður úr öllum æðum, hvað sem hinir skrítnu fyrrum flokksfélagar hans halda fram.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim