fimmtudagur, desember 20, 2007

Paraffin

Fór í leiðangur í dag. Samskeytin á fagottinu mínu eru ekki korklögð heldur vafin þræði og því dugir feiti skammt til að liðka fyrir samsetningu heldur þarf vax. Manúallinn segir líka að það dugi ekki hvaða hroði sem er heldur skuli nota paraffínvax.

Þar sem ég sit og reyni að rifja upp lífrænu efnafræðina úr menntaskóla þá náttúrulega man ég að bekkjarsystir mín ein er einn helsti vaxsérfræðingur þjóðarinnar. Svo ég hringi. Og skömmu síðar erum við Hulda kominn ofan í kjallara á Seltjarnarnesinu, í höfuðstöðvar Vaxandi þar sem Helga Björg hannar og steypir hin fegurstu og forgengilegustu verk.

Ég fæ bút af hreinu paraffínvaxi, við kaupum svolítið af kertum í gjafir og okkur til yndisauka á aðventu og fáum í kaupbæti svolítið af fréttum af týndum sambekkingum úr menntó. Skemmtileg heimsókn til skemmtilegrar og sjaldséðrar vinkonu. Og innsýn í kima sem maður veit ekkert um. En allavega, ef ykkur vantar kerti þá er Vaxandi staðurinn.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim