mánudagur, desember 24, 2007

Gleðileg Jól

Jólakort feministafélagsins virðast hafa farið fyrir brjóstið á fólki, aðallega þetta með óskinni um að karlar hætti að nauðga. Og eins og venjulega þegar þessi tiltekni baráttuhópur á í hlut þá virðist kurteisin oft rjúka í vindinn áður en menn svara, og það sem er verra: rökvísin.

Þessvegna er rétt að jólakveðja Varríusar sé svohljóðandi, og áhugasamir beri hana saman við hina umdeildu ósk um að nauðgunum linni:

Varríus óskar þess að spánverjar hætti að stunda nautaat.

Gleðileg jól og takk fyrir athyglina og gagnvirknina á árinu.

3 Ummæli:

Blogger Gadfly sagði...

Nautaat er viðurkennt á Spáni, sá er munurinn.

Einhver moggabloggarinn benti á að líklega hefði það vakið all harkaleg viðbrögð ef einhver jólasveinanna hefði óskað þess að Pólverjar hætti að nauðga.

10:19 f.h.  
Blogger Varríus sagði...

Þetta snýst ekki um hvað er leyft og hvað bannað, heldur það að sumir kusu að skilja óskina þannig að verið væri að saka ALLA karlmenn um að nauðga. Sem er auðvitað misskilningur eða útúrsnúningur. Á sama hátt og að setningin "Spánverjar stunda nautaat" er sönn þó svo margir þeirra geri ekkert slíkt. Þannig myndu allir læsir menn skilja setninguna, en af einhverjum ástæðum er til siðs að leggja allt út á versta veg sem frá feministum kemur.

10:32 f.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Góður punktur Varríus

2:33 e.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim