mánudagur, júlí 23, 2007

Villta vestrið

Góðu en lýjandi ródtrippi Hálfvitanna á vestfirði lokið. Spiluðum á Patró og Ísafirði við ágætis undirtektir heimamanna, sem voru þó í færri kantinum miðað við það sem hálfvitar hafa vanist. Drullugaman samt.

Af afþreyingu bar vitaskuld af heimsókn í hið stórbrotna tónlistarsafn Facon-töffarans Jóns Kr. Ólafssonar á Bíldudal, Melódíur minninganna.

Já og svo kom hin goðsagnakennda hljómsveit Rotþróin saman að afloknu Ísafjarðargigginu og speil eitt lag. Táruðust þá helstu pönkarar.

Hittum líka Ylfu og rifjaðist þá upp að hún klukkaði mig um daginn, svo hér koma átta einskisverðar staðreyndir um Varríus:

Ég er lestrarfíkill. Les alltaf ef ég er ekki að gera eitthvað annað. Ef ekkert lesefni er að finna á salernum þá les ég innihaldslýsingar á sjampóbrúsum.

Ég les gjarnan sömu bækurnar aftur og aftur. Og aftur.

Mer finnst áferð matar (consistens) skipta jafn miklu eða meira máli en bragð.

Væg matareinhverfa mín birtist t.a.m. í því að ég borða helst ekki ristað brauð með osti nema tvær sneiðar í einu. Á unga aldri var ég hinsvegar með svo háþróaða og flókna mjólkursérvisku að það rúmast allsekki hér. Enda búinn að venja mig af henni.

Pylsur vil ég með sinnepi og hráum. Og Ginger Ale með.

Ég er afar ómannglöggur, en duglegur að láta eins og ég þekki fólk meðan ég reyni að rifja upp hvaðan ég þekki það. Þetta tekst stundum, en stundum alls ekki.

Ég hugsa með puttunum þegar ég skrifa.

Ég er kattamaður frekar en hunda.

Ég átti víst að klukka átta aðra, en ætla að láta það ógert.

2 Ummæli:

Blogger Ásta sagði...

Úff - sammála með áferð matar. Þess vegna elska ég sveppasúpur og sósur en pilla alla bita af pizzunum.

2:47 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Hahahahahahaha!!! Ég hafði gaman af þessu með sjampóbrúsana! Ég geri þetta líka. Geng jafnvel svo langt þegar ég fer á annarra manna klósett að seilast inn í skápinn undir vaskinum og finna brúsa þar. T.d. með klósetthreinsiefni. Svo að nú kann ég leiðbeiningarnar á ólíklegustu tungumálum.

5:38 e.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim