miðvikudagur, júní 06, 2007

Já Gríman

Það er til marks um hvað hljómsveitin hefur yfirtekið líf mann þessa dagana að ég er varla búinn að kíkja á tilnefningarnar. Og hef verið það latur við að fara í leikhús án skyldurækni í vetur að ég get varla haft miklar skoðanir. Er t.d. ekki búinn að sjá Leg.

Best að kasta upp nokkrum álitum samt.

Besta sýnining
Hef séð þrjár þeirra. Skil ekki af hverju Ófagra veröld er þarna. Sakna besta nýja íslenska leikrits vetrarins, Eilífrar hamingju. Og Ástar. Og hr. Kolberts.

Þori ekki að spá. Dagur, Leg eða Skallagrímsson.

Barnasýning
Er ekki ofrausn að tilnefna fimm sýningar, ha?

Sá þrjár þeirra. Af þeim var Abbababb best. Held með Bernd af því hann er meistari.

Tónlist/hljóðmynd
Það hlýtur að vera svekkelsi fyrir Borgó að Grettir fái ekki tilnefningu hér, en það sem ég hef heyrt af útfærslunni á snilldartónlist Egils og þursanna þá er það skiljanlegt.

Áfram Megas!

Lýsing ársins

Áfram Kári!

Búningar ársins
Sá þrjár þessara. Held með Killer Joe og finnst að grikkinn eigi að fá refsistig fyrir satýrana.

Leikmynd ársins
Sennilega einu verðlaunin sem ég væri sáttur við að Ófagra veröld fengi.

Aukakvenhlutverk
Sá þrjár þessara.

Maríanna Clara á þau skilið, þó ekki væri nema fyrir kjúklingaátið.

Aukakarlhlutverk
Sá fjögur þessara.

Þröstur hlýtur að fara að vinna þessa styttu til eignar. Teddi reyndar framúrskarandi líka.

Aðalkvenhlutverk
Sá þrjár þeirra.

Veðja á Sigrúnu Eddu, þó ég hafi ekki verið nema hálfvegis heillaður af túlkun hennar.

Aðalkarlhlutverk
Hér sá ég fjóra.

Ekki reyndar Skallagrímsson, en veðja á hann. Jóhannes var auðvitað flottur líka.

Leikstjóri
Sá allt af þessu nema Leg.

Finnst Jón Páll eiga þetta.

Leikskáld
Rak í rogastans við að sjá Birgi Sigurðsson þarna. Ef einhver setti upp Hart í bak, væri þá Jökull leikskáld ársins? Þetta er vitleysa.

Bísna sterkur flokkur þó magnið sé lítið. Sá bara Birgi og Þorleif/Andra. Veðja á þá fóstbræður.

Munið gaukinn annaðkvöld

2 Ummæli:

Blogger Sigga Lára sagði...

Já, ég rak einmitt augun í þetta með leikskáldið. Ég hefði nú tilnefnd Evrípídes...

11:10 f.h.  
Blogger Sigga Lára sagði...

Bara, semsagt, uppá kúlið og af því að mér finnst Trójudætur gott leikrit... Ekki að ég hafi séð Ynjurnar. Annars finnst mér líka kjánalegt að flokkurinn heiti leikskáld ársins á meðan aðrir flokkar heita í hausana á verkunum en ekki þeim sem vinna þá. Sbr. Búningar ársins, og Lýsing ársins, sem heita ekki búningahönnuður eða ljósahönnuður, og leikstjórn ársins sem heitir ekki leikstjóri ársins. Mér finnst að flokkurinn ætti eftir því að heita leikrit ársins eða leikritun ársins. Þetta getur líka sett talninganefndir í bobba. Ef einhver er með tvö leikrit? Vinnur hann þá á samanlögðu? Er það ekki svindl, ef eitthvað annað leikrit er með fleiri atkvæði? Ég ætti kannski frekar að senda erindi til Leiklistarsambandsins heldur en að vera að þvæla hér?

11:15 f.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim