þriðjudagur, maí 08, 2007

Tengdasonur gæfunnar

Varríus er hlustandi vikunnar í Hlaupanótunni hjá Indru á morgun kl. 16.13. Valdi þrjú tóndæmi og segi eitthvað spaklegt um þau. Gaman að því.

Getspökum er boðið að giska á hvað ég valdi. Þið sem ég var búinn að segja það megið halda að ykkur höndum.

Ég var víst kosinn formaður Bandalags íslenskra leikfélaga á laugardaginn, gerskri kosningu. Gaman að því.

Hálfvitar fara í stúdíó á morgun. Gaman að því.

Allt gaman, bara. Sennilega klíkuskapur.

14 Ummæli:

Blogger Gummi Erlings sagði...

Gibbi og Sölli, kannski?

12:33 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Ljúbe- lag um hest

12:55 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

kusslax bara formaður ussussuss:)
hammari með það kall

1:17 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

nafnlaus? neinei - oddur

1:18 e.h.  
Blogger Gummi Erlings sagði...

Nei, fokk, auðvitað rússneski þjóðsöngurinn í flutningi Ljúbe. Og til hamingju mðe tittilinn.

1:22 e.h.  
Blogger Þráinn sagði...

Jóðlíf

2:11 e.h.  
Blogger GEN sagði...

Til hamingju með tillitinn, nei, titli.., nei, titilinn.

Ljúbe, G&S og Börn síns tíma - borðliggjandi þrenna; eða eins og bloggerinn segir: lwogdgvj!

4:29 e.h.  
Blogger Varríus sagði...

Þið eruð með þetta á hreinu þykir mér...

sumt rétt, annað hreint ekki.

5:01 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

ÞAÐ gæti verið hvað sem er þar eð Varríus er alæta á tónlist en hestalagið er nokkuð líklegt og eins kæmi mér ekki á óvart að heyra sekkjapípuþjóðlagaívafskennt og hreystimannslega flutt lag, það þriðja ja eitthvað úr smiðju hugleixtónskálda, og þó, íslenskt allavega
he he
gott að fá þig sem formann

6:36 e.h.  
Blogger fangor sagði...

heill formanni vorum

9:43 e.h.  
Blogger Gummi Erlings sagði...

Djöfull er ég ánægður með Crass. Mátt vera formaður fyrir lífstíð fyrir þessa snilld.

5:51 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Til hamingju formaður! Aldeilis skemmtilegt!

6:40 f.h.  
Blogger Sigga Lára sagði...

Djöfuls bjáni var ég að benda þér á hestlagið. En, þar sem kjánarnir köttuðu aftan af því, þá get ég kannski bara látið spila það aftur ef ég fær einhverntíma að vera hlustandi Indru.

11:09 f.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Missti náttúrulega af þessu þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til vefhlustunar í vinnunni sem fóru út um þúfur.

Og svo er dálítið magnað að umgangast þig svona mikið og lesa það fyrst á leiklist.is að þú sért orðinn formaður Bandalagsins. :)

Og hitta þig a.m.k. tvisvar eftir það og gleyma að óska þér til hamingju. Það segir manni kannski eitthvað um hvað það er margt í gangi. Svona smáatriði hreinlega komast ekki að. Við erum helteknir af hálfvitagangi. :)

Til hamingju kúturinn!

11:35 e.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim