fimmtudagur, maí 03, 2007

Bara of leiðinlegt

Ætlaði af skyldurækni að blogga um kosningarnar. Mistókst, þetta er bara of leiðinlegt.

Bandalagsþing á morgun. Það verður nú að öllum líkindum mun skemmtilegra.

Og listapistill Árna Þórarinssonar í mogganum í dag er líka frábær. Segir allt sem segja þarf um Rósenberg og lífið sem þar þreifst.

Rokk er betra en fúltæm pólitík.

2 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Pólitískar umræður hafa í raun drukknað í tilganslausum kappræðum sem líkja mætti við ræðukeppnir framhaldsskólanna. Það fer bara eftir mælskulistinni hver vinnur og innihaldið fer fyrir lítið. Ég sé engan mun á þessu tvennu, því miður - því pólitík er nefnilega ekki leiðinleg.

11:26 f.h.  
Blogger Varríus sagði...

Sammála því. Pólitík er heillandi - nema einna helst í meðförum pólitíkusa, og þá einna helst rétt fyrir kosningar :)

3:01 e.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim