miðvikudagur, apríl 26, 2006

Veit einhver um sportbar i Moskvu?

Sævar spáði 2-1 fyrir Arsenal. Niðurstaðan var öllu æsilegri: 0-0 í leik þar sem andstæðingarnir óðu í færum, Henry einbeitti sér að yglibrúninni en lét fótboltann að mestu eiga sig og taugaveiklaðir nýliðar í vörninni eins og Sol Campbell héldu aðdáendum á sætisbrúnunum.

En herr Lehman varði víti og allt er gott.

Horfði á leikinn með Ármanni og Bibba. Ekki neitt sérlega leiðinlegt. Snæbjörn átti komment kvöldsins, þegar við veltum fyrir okkur þeirri sérvisku Villarealmanna að hafa Guillermo Franco með númerið 99 á bakinu.

"Hann er eins og hann sé á útsölu í bónus"

:)

Arsenal er sumsé komið í úrslit í Meistaradeildinni. Varríus verður mátulega kominn til höfuðborgar Rússaveldis 17. maí.

Týpískt.

4 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

fótbotlti bótfolti.... ég hef nú meiri áhyggjur af því að missa af eurovision sko.... :o(

10:06 f.h.  
Blogger Gummi Erlings sagði...

Til hamingju með þína menn. Það er nú nokkuð öruggt að Börsungar massa þetta í kvöld, svo úrslitaleikurinn verður án efa draumur í dós. Og það hlýtur að vera bæði sport- og júróvisjónbar í moskvu. Gott ef hann heitir ekki Vzmbrl (eða það segir blogger, sko)

10:36 f.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Það skal tekið fram að „spá“ mín var eingöngu sett fram til að Toggi þyrfti ekki að standa í þeirri vitleysu að taka upp leikinn meðan við funduðum. Ég baðst hins vegar undan því að horfa á þessa markleysu með þeim félögum og flúði heim. Ef þetta hefði verið heimildarmynd um danska bókaforlagið Villenal eða óæta súkkulaðimorgunkornið Arsereal, hefði ég kannski nennt að horfa. 90 mínútna sjómaður tveggja kraftajötna þar sem hvorugur handarbrotnar, myndi gera jafnmikið fyrir mig.

11:24 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Hann Hr. Ringsted verður nú varla í vandræðum með að vísa þér á sportbar Toggi minn. Ég skal bara biðja hann um að lókeita nokkra slíka og þá geturðu valið úr. Nú, og ef þú ekki finnur þá mun hann að sjálfsögðu leiðbeint þér gegnum síma.....
Það er einn góður við dovsh!

12:38 f.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim