sunnudagur, mars 26, 2006

Kannski er það mývetningurinn í mér...

... en stundum er ég harla montinn af leikfélaginu mínu.

Nei, líklega er það ekki úlfaldablóðið úr Skútustaðaættinni sem skýrir þetta mont. Því ég er því montnari sem ég hef minna með það að gera sem montið stafar af. Sem er allsendis ómývetnskt.

En hitt er víst að er ég gríðarlega hreykinn af nýjustu þettamánaðarlegadagskránni okkar. Mér finnst hún merkileg. Gott ef ég er ekki dálítið sammála honum.

Er einhversstaðar annarsstaðar á Íslandi verið að gera það sem við erum að gera, mánuð eftir mánuð, ár eftir ár?

Hélt ekki.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim