Eyvindur Karlsson og fleiri velunnarar Rósen hafa ekki setið með hendur í skautum síðan ógæfan reið yfir. Nú er blásið til styrktartónleika til að styðja uppbyggingu og enduropnun.
Loftkastalinn laugardag og sunnudag kl. 20. Hálfvitarnir, Hraun og allskonar meistarar aðrir.
Og í ljósi áforma borgaryfirvalda, sem hljóma satt að segja ekki nema í meðallagi vinveitt þessari tilteknu starfsemi, þá er líka búið að starta undirskriftasöfnun til að auka likurnar á framhaldslífi staðarins.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli