Skitið í hreiðrið
Einu sinni var ég í sumarbústað með kátu fólki á fylleríi. Einn gesturinn hegðaði sér heimskulega og meiddi sig. Svo vel vildi til að annar gestur var læknir. Hann skoðaði hin slasaða og úrskurðaði svo:
"Þú skalt endilega láta lækni líta á þetta"
Þessi kjánalega saga rifjaðist upp fyrir mér yfir kvöldfréttunum þegar fréttamenn annarrarhvorrar sjónvarpsstöðvarinnar fóru út í bæ með míkrófón til að sanna að íslenskur almenningur væri allsendis óupplýstur um vatnalagafrumvarpið.
Fyrir þá sem ekki sjá samhengið er rétt að minna á að fréttamenn eru fólk sem hefur það verkefni að upplýsa fólk. Og tekur sjálft sig stundum all-hátíðlega í krafti þessarar heilögu skyldu.
Gaman þegar svona sjálfumglöð stétt tekur að sér að benda á sönnunargögnin þar sem hún hefur skitið í eigið hreiður.
Fyrir þá sem nenna ekki að lesa þetta pólutíska kjaftæði og vilja leikhúsumræðu þá er um auðugan garð að gresja hjá Margeirnum
"Þú skalt endilega láta lækni líta á þetta"
Þessi kjánalega saga rifjaðist upp fyrir mér yfir kvöldfréttunum þegar fréttamenn annarrarhvorrar sjónvarpsstöðvarinnar fóru út í bæ með míkrófón til að sanna að íslenskur almenningur væri allsendis óupplýstur um vatnalagafrumvarpið.
Fyrir þá sem ekki sjá samhengið er rétt að minna á að fréttamenn eru fólk sem hefur það verkefni að upplýsa fólk. Og tekur sjálft sig stundum all-hátíðlega í krafti þessarar heilögu skyldu.
Gaman þegar svona sjálfumglöð stétt tekur að sér að benda á sönnunargögnin þar sem hún hefur skitið í eigið hreiður.
Fyrir þá sem nenna ekki að lesa þetta pólutíska kjaftæði og vilja leikhúsumræðu þá er um auðugan garð að gresja hjá Margeirnum
1 Ummæli:
Mér hefur einmitt fundist Vatnalagamálið allt saman hafa afhjúpað fyrst og fremst hvað íslenskir fjölmiðlar eru ömurlega lélegir. Þetta er hreinlega til skammar.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim