fimmtudagur, mars 16, 2006

Réttur Daxins: Humble Pie

Mikið er heppilegt hvað það fer Geir H. Haarde vel að vera lúpulegur. Hann var alveg óborganlegur þar sem hann stóð við hlið forsætisráðherrans.

En hvað það er skemmtilegt þegar ráðamenn fá að fara með rökleysur í friði í viðtölum. Í gær sagði Halldór Ásgrímsson að það hafi í sjálfu sér mátt búast við að svona færi fyrir þotunum "okkar", en hefði verið betra ef það hefði verið ákveðið með samningum. Athyglisverður skilningur á samningshugtakinu sem þarna birtist.

Mikið var gaman að sjá að þingmenn úr báðum liðum tengja viðburðina við The Ides of March, Shakespeare og Sesar. Mörður fróðlegur, Björn fáorður.

Þú líka, bróðir minn Brútus!

Er búið að leita eftir viðbrögðum Hjálmars Árnasonar við brotthvarfi hersins í ljósi fyrri yfirlýsinga hans um þakkarskuld Bandaríkjanna fyrir "staðfestu" okkar?

Og í því ljósinu: Fyrst kanarnir geta einhliða með einu símtali frá undirtyllu í utanríkisráðuneytinu dregið herinn sinn heim, getum við ekki með jafn einföldum hætti afturkallað stuðning okkar við hryllinginn í Írak?

Þráinn æskuvinur minn hringdi í mig áðan til að athuga hvort ég ætlaði á Roger Waters. Ég heyrði mig segja nei.

Hvað er þetta með mig og rokktónleika? Það virðist vera sama hvaða æskugoð rekur hér á fjörur, aldrei nenni ég. Pink Floyd var númer eitt hjá mér árum saman og enn hátt skrifuð. Samt nenni ég ekki að drullast á tónleikana. Sama gildir um Robert Plant og Iron Maiden. Var að lesa að Motorhead kæmu í sumar. Læt ekki sjá mig.

Er þetta bara vaninn? Er undirmeðvitundin þeirrar skoðunar að þessi goð séu í raun ekki til, heldur bara andlit á plötuumslögum? Eða bara leti?

Ég veit það ekki. En er frekar kátur með að eyða ekki peningunum.

Mun samt hrista af mér þessa slyðru þegar og ef AC/DC mætir.

Og Tom Waits.

And that's It!

4 Ummæli:

Blogger Þorbjörn sagði...

Hjálmar Árnason!

Þorði meðan aðrir þögðu...

3:50 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Neinei þú kemur með mér á Lemmy sko!

"We´re Motörhead! We´re gona kick your ass!"

3:10 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Jaaaaa ekki er það elli að þú skulir ekki fara,,,,,,,,,,,,þú ert yngri enn ég!!!!!!!!!!enn ef þú færir ekki á AC/DC þú tek ég gröf fyrir þig.

8:27 f.h.  
Blogger Varríus sagði...

Velkominn Þráinn!

Já þetta er ekki elli. Einhverskonar tónlistarlegt getuleysi held ég.

Þú tekur gröfina, Gunnar mundar kindabyssuna og ármann heldur ræðuna.

Og málið dautt.

4:35 e.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim