laugardagur, mars 18, 2006

Illur hugur

Nýjasta jórturleðrið sem spunagúrúarnir hafa dreift til andskota baugsveldisins er sú speki að það hafi verið fáránlegt af Héraðsdómi að vefengja öðlingin hr. Sullenberger vegna þess að hann hafi borið "illan hug" til veldisins.

Auðvitað bar hann illan hug til þeirra, segir spuninn. Annars hefði hann varla kært þá. Þeir sem brotið er á bera illan hug til þeirra sem á þeim brjóta og kæra þess vegna. Þannig að það gengur ekki að draga orð þeirra í efa þess vegna.

Allt satt og rétt, eins og góður spuni. En þegar þessi meginregla er borin við málavöxtu þá byrjar nú spuninn að trosna.

Correct me ef I'm wrong, en snúast ákærurnar átta um eitthvað sem gert var á hluta hr. Sullenbergers? Voru þetta ekki brot gegn íslenska ríkinu, tollsvik og svoleiðis svínarí?

Ef einhver lúsablesi, köllum hann Bjössa í Saltvík eða eitthvað, kýlir mig tilefnislaust á dansleik þá ber ég illan hug til hans í framhaldinu. Lái mér hver sem vill. Ef ég kæri hann fyrir kýlinguna þá dugir það honum væntanlega ekki til varnar að ekkert sé að marka kæruna af því að ég hafi verið fúll út í hann síðan hann ... kýldi mig.

En ef ég síðan kæri gaurinn fyrir að hafa keyrt fullur, þá er minn illi hugur augljóslega orðin ástæða til að draga orð mín í efa.

Og þannig er því farið með Jón Gerald. Hann telur sig hafa verið hlunnfarinn í viðskiptum við Baugsfeðga og kærir þá. Fyrir bílainnflutning, ólögleg lán og sitthvað fleira. Ekki hlunnfarirnar sem eru uppspretta hins illa hugar.

Nýjan og betri spuna takk.

2 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Hefur Bjössi í Saltvík líka kýlt þig Varríus??? Kvur qafiyqw!

10:30 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Varríus er betur kýldur en margur heldur.

1:07 f.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim