Óheppinn
Gunnar Haraldsson, hagfræðingur, útskýrði fyrir okkur dásemdir einkaeignar á vatni í Kastljósi sjónvarpsins í gær. Eða gerði það ekki, svo sjálfsögð sannindi þykja svoleiðis menntuðu fólki einkaeign á öllum sköpuðum hlutum.
Af hverju hagfræðimenntun er heppilegur bakgrunnur fyrir upplýst viðhorf til svoleiðis mála er áreiðanlega merkileg stúdía, svolítið eins og að biðja múslímskan Imam að vera álitsgjafi um trúfrelsi. Út kemur einörð skoðun, en undirbyggingin ekki endilega traust, enda svarið gefið fyrirfram.
Það er allavega ljóst að rökvísi er ekki aðalmálið þegar kemur að því að sannfæra menn um jafn sjálfsagða hluti og að einkaeign sé góð. Gefum Gunnari orðið:
Hverskonar eignaréttur væri það líka - að þurfa að gefa þeim eign sína sem ekki geta borgað?
Er ekki lokað fyrir símann hjá fólki sem ekki borgað? Og var það ekki gert líka í gamladaga þegar síminn var ekki í "einkaeign"?
Skemmtilegt samt að sjá hvað hagfræðingurinn hefur mikla trú á velvilja ríkisvaldsins. Eða í það minnsta gagnsemi þess til að þagga niður í fólki sem vill ekki að olíufélög eða alþjóðlegar Group-ur eignist allt drykkjarvatn á landinu.
"Hafið ekki áhyggjur - ríkið mun ekki leyfa vondu kapítalistunum að neita aumingjum um vatn. En það er samt betra að vondu kapítalistarnir fái að eiga vatnið. Ríkið getur þá borgað þeim fyrir vatnið sem aumingjar sem ekki geta borgað sjálfir
fá. Aumingjarnir eiga samt auðvitað að fara aftast í röðina.
Af hverju? Engar bjánaspurningar hér. Af hverju er himininn blár?"
Af hverju hagfræðimenntun er heppilegur bakgrunnur fyrir upplýst viðhorf til svoleiðis mála er áreiðanlega merkileg stúdía, svolítið eins og að biðja múslímskan Imam að vera álitsgjafi um trúfrelsi. Út kemur einörð skoðun, en undirbyggingin ekki endilega traust, enda svarið gefið fyrirfram.
Það er allavega ljóst að rökvísi er ekki aðalmálið þegar kemur að því að sannfæra menn um jafn sjálfsagða hluti og að einkaeign sé góð. Gefum Gunnari orðið:
Annað sem ætti að nefna er að eignaréttur er alltaf varinn með lögum, og það er í raun löggjafans að ákvarða mörk þessa eignaréttar og vernd hans og svo framvegis.Glöggir lesendur átta sig vonandi á að þrátt fyrir orsakatenginguna "þannig að" þá leiðir fyrri málsgreinina ekki af þeirri fyrri. Þó svo stjórnvöld eigi að ákvarða mörk eignaréttar þá er ekki þar með sagt að þau setji þau mörk á þann stað sem Gunnar nefnir, nefnilega að þeir sem ekki geta borgað fái ekkert vatn.
þannig ég held að fólk þurfi ekki að óttast, hvorki hér á landi né annarsstaðar að þetta sé eitt af því sem safnist bara á fárra hendur og svo verði bara skrúfað fyrir kranann hjá sumum þegar einhver hefur ekki efni á að kaupa vatn.
Hverskonar eignaréttur væri það líka - að þurfa að gefa þeim eign sína sem ekki geta borgað?
Er ekki lokað fyrir símann hjá fólki sem ekki borgað? Og var það ekki gert líka í gamladaga þegar síminn var ekki í "einkaeign"?
Skemmtilegt samt að sjá hvað hagfræðingurinn hefur mikla trú á velvilja ríkisvaldsins. Eða í það minnsta gagnsemi þess til að þagga niður í fólki sem vill ekki að olíufélög eða alþjóðlegar Group-ur eignist allt drykkjarvatn á landinu.
"Hafið ekki áhyggjur - ríkið mun ekki leyfa vondu kapítalistunum að neita aumingjum um vatn. En það er samt betra að vondu kapítalistarnir fái að eiga vatnið. Ríkið getur þá borgað þeim fyrir vatnið sem aumingjar sem ekki geta borgað sjálfir
fá. Aumingjarnir eiga samt auðvitað að fara aftast í röðina.
Af hverju? Engar bjánaspurningar hér. Af hverju er himininn blár?"
5 Ummæli:
Mig þyrstir.
heyr,heyr, himnasmiðir jafnt sem aðrir. efayqhm!
þetta er waterproof
Þú ert að grínast ekki satt? ég hef ekki verið að fylgjast með vatnalaga- unygbqrinu en er þetta málið? Á að selja vatnsréttindin? Á einhver eftir að geta keypt vatnsból Reykjavíkur? Var enginn lærdómur dreginn af Kvótadæminu öllu?
Hjálpi mér ésúpjetur og allir hinir.
ég sé fyrir mér eftir 5-10 ár þá flytji ríkið inn vatn til að gefa aumingjunum því það er ódýrara en að kaupa vatn af þeim sem eiga það.
Anoymus=Loftur
nema þegar kommentið er rætið og illkvittið eða kallar Varrius nyfklr
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim