Harkan
Eftirfarandi sagði íslenskur stjórnmálamaður í útvarpinu í dag:
Þannig að hér var ekki verið að halda fram stuðandi skoðunum.
En samhengi skiptir öllu. Hver talar og af hvaða tilefni. Þessi hversdagslegu ívitnuðu orð afhjúpuðu mælandann.
Þetta var nefnilega Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, að tala um svívirðilega framkomu Bush-stjórnarinnar gagnvart okkur.
Samhengið skiptir öllu.
Guðni þessi var sumsé aðili að þeirri ákvörðun að við værum viljugir meðreiðarsveinar hinnar hörðu Bush-stjórnar í Írak. Guðni gerði okkur samsek í árásarstríði sem naut ekki stuðnings sameinuðu þjóðanna og margir telja ólöglegt. Stríði sem var rökstutt með lygum og fölsunum og hefur verið háð af fádæma grimmd, vanþekkingu og stjórnleysi. Með því að spyrða okkur þannig saman við hina hörðu Bush-stjórn hefur Guðni lagt blessun sína yfir hörkuna.
En nú er honum nóg boðið. Látum vera loftárásir á íbúðahverfi, lítum framhjá handtökum án dóms og laga og áralangri innilokum. Eitt eru pyntingar með vatni, kulda, hita, hundum og kynferðislegu ofbeldi.
En engin stjórn önnur en hin harða Bush-stjórn hefði sýnt þá fádæma mannvonsku að hringja og segja að hún hyggðist fjarlægja eigur sínar eftir hálft ár. Núna er Guðna misboðið. Núna sér hann hörkuna.
Engin önnur Bandaríkjastjórn er svona grimm.
Guðni fær venjulega að vera nokkuð stikkfrí í pólitíkinni. Hann er svo skrítinn og skemmtilegur, engin leið að taka hann alvarlega.
En hvað ef við tökum þessi ummæli - og samhengið - alvarlega. Hvað segir það okkur um manninn?
Góða helgi.
Undir þetta geta líklega flestir tekið. Bush stjórnin er svo hörð að hún hikar ekki við að ljúga að samverkamönnum sínum til að fá þá með í illvirki sín. Hún er svo hörð að hún heldur úti pyntingarbúðum víða um heim. Hún er svo hörð að henni þykir ekki ómaksins vert að bregðast við fréttum af yfirvofandi náttúruhamförum í eigin landi fyrr en eftir að skaðinn er skeður.
Bush-stjórnin er hörð og mér finnst að viðhorf Bandaríkjanna hafi breyst með henni. Ég er þeirrar skoðunar að Demókratastjórn hefði ekki unnið svona og kannski engin stjórn...
Þannig að hér var ekki verið að halda fram stuðandi skoðunum.
En samhengi skiptir öllu. Hver talar og af hvaða tilefni. Þessi hversdagslegu ívitnuðu orð afhjúpuðu mælandann.
Þetta var nefnilega Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, að tala um svívirðilega framkomu Bush-stjórnarinnar gagnvart okkur.
Samhengið skiptir öllu.
Guðni þessi var sumsé aðili að þeirri ákvörðun að við værum viljugir meðreiðarsveinar hinnar hörðu Bush-stjórnar í Írak. Guðni gerði okkur samsek í árásarstríði sem naut ekki stuðnings sameinuðu þjóðanna og margir telja ólöglegt. Stríði sem var rökstutt með lygum og fölsunum og hefur verið háð af fádæma grimmd, vanþekkingu og stjórnleysi. Með því að spyrða okkur þannig saman við hina hörðu Bush-stjórn hefur Guðni lagt blessun sína yfir hörkuna.
En nú er honum nóg boðið. Látum vera loftárásir á íbúðahverfi, lítum framhjá handtökum án dóms og laga og áralangri innilokum. Eitt eru pyntingar með vatni, kulda, hita, hundum og kynferðislegu ofbeldi.
En engin stjórn önnur en hin harða Bush-stjórn hefði sýnt þá fádæma mannvonsku að hringja og segja að hún hyggðist fjarlægja eigur sínar eftir hálft ár. Núna er Guðna misboðið. Núna sér hann hörkuna.
Engin önnur Bandaríkjastjórn er svona grimm.
Guðni fær venjulega að vera nokkuð stikkfrí í pólitíkinni. Hann er svo skrítinn og skemmtilegur, engin leið að taka hann alvarlega.
En hvað ef við tökum þessi ummæli - og samhengið - alvarlega. Hvað segir það okkur um manninn?
Góða helgi.
1 Ummæli:
Mig flökrar!
Góða "helgi".
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim