Til alls fyrst
Kommendur mínar hefur sett hljóðar við spurningar um orð ársins. Fyrir utan Ylfu sem vekur athygli á hinu dágóða Vestmanneysk-Svarfdælska orði "Umhverfisblindur". Það er orð að sönnu, en kannski ekki alfarið nýtt.
Þannig að Varríus ríður hér með á vaðið:
Orð ársins
Ruðningsáhrif
Eitt af þessum ógeðslegu orðum sem fela ljótan sannleika í stað þess að vera tæki til að segja hann. Orðið vísar til þeirra afleiðinga stóriðjustefnunnar að fæla úr landi allan annan úflutningsiðnað, bæði hátækni- þekkingar- og matvæla-. Eitthvað sem enginn hinna stríðöldu ráðgjafa stjórnvalda sá fyrir.
Orðið fær aukaverðlaun fyrir að vera bestu skrauthvörfin.
Önnur sem til greina komu: Hnakkamella, legsúrnun
Snjallasta þýðingin
Kremfress
sem er íslenskun á orðinu "Metrosexual". Ef guð gefur þá verður þetta samt ekki langlíft.
Annað sem til greina kemur: Smákrá (minibar)
Gagnlegasta orðið
blgkqs (dæmi)
Hér sigrar ekkert eitt orð, heldur fær hið nýja tungumál Bloggers verðlaunin, fyrir að vera eitursnjöll lausn til að halda burtu óæskilegum ruslkommentum. Og svo eru þau þrungin merkingu, eins og kommendur hafa sýnt frammá. Þetta mun lifa.
Ónauðsynlegasta nýyrðið
Einingarband (dæmi)
Hér er heldur ekkert eitt orð sem sigrar, auk þess sem þetta tilheyrir eiginlega þessu ári, en fokkitt, það verða allir búnir að gleyma þessu um næstu áramót.
Hér er sumsé átt við tilraunir til að finna orð yfir hjónabönd samkynja fólks. Væntanlega til að forða hinu fornhelga hjónabandi frá þeim illræmdu sorphaugum biskups og þeirri fýlu, sjónmengun og meindýrum sem þar þrífast.
Skemmtilegasta skammaryrðið
Hlandfata
Sennilega ekki nýyrði, en stóraukin kynni Varríusar af ákveðnum menningarkima leiddi þetta orð inn í minn forða.
En þetta er einungis álit Varríusar og þarf í engu að endurspegla val þjóðarinnar. Tjáið ykkur fyrir alla muni, •••••föturnar ykkar!
Þannig að Varríus ríður hér með á vaðið:
Orð ársins
Ruðningsáhrif
Eitt af þessum ógeðslegu orðum sem fela ljótan sannleika í stað þess að vera tæki til að segja hann. Orðið vísar til þeirra afleiðinga stóriðjustefnunnar að fæla úr landi allan annan úflutningsiðnað, bæði hátækni- þekkingar- og matvæla-. Eitthvað sem enginn hinna stríðöldu ráðgjafa stjórnvalda sá fyrir.
Orðið fær aukaverðlaun fyrir að vera bestu skrauthvörfin.
Önnur sem til greina komu: Hnakkamella, legsúrnun
Snjallasta þýðingin
Kremfress
sem er íslenskun á orðinu "Metrosexual". Ef guð gefur þá verður þetta samt ekki langlíft.
Annað sem til greina kemur: Smákrá (minibar)
Gagnlegasta orðið
blgkqs (dæmi)
Hér sigrar ekkert eitt orð, heldur fær hið nýja tungumál Bloggers verðlaunin, fyrir að vera eitursnjöll lausn til að halda burtu óæskilegum ruslkommentum. Og svo eru þau þrungin merkingu, eins og kommendur hafa sýnt frammá. Þetta mun lifa.
Ónauðsynlegasta nýyrðið
Einingarband (dæmi)
Hér er heldur ekkert eitt orð sem sigrar, auk þess sem þetta tilheyrir eiginlega þessu ári, en fokkitt, það verða allir búnir að gleyma þessu um næstu áramót.
Hér er sumsé átt við tilraunir til að finna orð yfir hjónabönd samkynja fólks. Væntanlega til að forða hinu fornhelga hjónabandi frá þeim illræmdu sorphaugum biskups og þeirri fýlu, sjónmengun og meindýrum sem þar þrífast.
Skemmtilegasta skammaryrðið
Hlandfata
Sennilega ekki nýyrði, en stóraukin kynni Varríusar af ákveðnum menningarkima leiddi þetta orð inn í minn forða.
En þetta er einungis álit Varríusar og þarf í engu að endurspegla val þjóðarinnar. Tjáið ykkur fyrir alla muni, •••••föturnar ykkar!
17 Ummæli:
"..stóraukin kynni Varríusar af ákveðnum menningarkima.."
Vil fá frekari útskýringu þessa því ég þykist vita að þetta hafi eitthvað með mig að gera.
Útskýring:
"Hlandfata" er vinsælt skammaryrði hjá Húsvískum drengjum, nokkrum kynslóðum yngri en Varríus. Örlögin leiddu mig í samstarf við suma þeirra á síðasta ári. Og Bibbi er einn af þeim. Þá fór ég að heyra þetta orð oftar. Tilviljun - ég held ekki.
Dæmi um notkun:
"...þessi kúkabrúna hlandfata" sem lýsing á Agli nokkrum Gilzenegger.
Harla gott.
Á bloggversku væri þetta reyndar "... þessi kúkabrúna nnsuqsyg" sem er líka kjarnyrt, en vantar samt eitthvað.
Ég veit ekki alveg hvar, en einhverstaðar á þessum lista hlýtur að vera pláss fyrir hið ágæta orð "mannhatursfleinn".
ertu nokkuð búinn að gleyma einingarbandinu hans dóra í maístjörnunni? það má svo deila um þessa þrengingu á merkingunni.
Ætlaði einmitt að fara að segja það sama. Maí-"stjarnan" fær alveg nýjar víddir í mínum huga. Fáni framtíðarlandsins í næstu línu hlýtur þá að vera með regnboga á.
"Mannhatursfleinn" er komið inn í minn orðaforða sem pinnin neðan í Kontrabassanum mínum. Hjalti var einhverntíman að flækja honum milli staða og tjáði mér að "Mannhatursfleinninn" væri í einhverjum vasanum á pokanum.
Hlandfata er án efa skammaryrði ársins .
Legsúrnun er það orð sem var notað í versta samhengi síðasta árs. Kannski er hægt að efna til samkeppni um "The Most Gratuitous Use Of The Word Legsúrnun In A Serious Screenplay."
Orðið hlandfata er komið úr svívirðingabrunni Ragnars Rauða og heyrðist hann oft bölva fólki sem vogaði sér að koma inn á Bakkann með orðunum "Þarna kemur enn ein helvítis hlandfatan"
,,, sem sannar hið fornkveðna:
enginn er verri þó hann sé kominn undan Ragga Rauða.
Og gott að vita að Mannhatursfleinn hafi dagað uppi undir bassanum hans Lofts.
Gaurinn sem ég á íbúðina sem ég bý í heitir Gunnar, hann er sum sé minn landlord, hann er hlandfata, þar af leiðandi er hann kallaður Gunni Hlandlord, og hefur það ný-yrði vakið stormandi lukku hjá húsvíkingum og öðrum sem þekkja orðið "hlandfata".
Hurðu, í alltannað. Ég var að væflast um netið og fann afrit af bloggsíðu þinni frá 12. febrúar 2005. Þanneiginn geturðu líklega bætt einu ári við fælinn. Þetta finnurðu á:
http://web.archive.org/web/20050212054342/http://www.varrius.blogspot.com/
Vesgú.
Því miður eru dauðastríð Voldemorts ekki þar á meðal.
(kannske vissirðu af þessu fyrir löngu...)
Að gefnu tilefni* rifjaðist upp fyrir mér orðið SÍST, sem var eigin tilraun til að íslenska enskuslettuna "NOT" (framb. NOOOOTT!!!) sem menn hafa notað undanfarin ár til að afíslenska langlokuna "eða hitt þó heldur". Orðið varð til í spjallkerfi Bibba-bloggs og einmitt þar rifjaðist það upp fyrir mér aftur. Tilviljun? SÍST!
*
http://www.myblog.is/bibbi/3215/#c3347
Eitthvað er hún pínu loðin þessi innlíming slóðarinnar Þorbjörn. Ertu að meina bútana fjóra hér?:
http://web.archive.org/web/*/http://varrius.blogspot.com
Heyrðu! Ég sé að kerfið gerir það sama hjá mér. Klippir aftan af slóðinni. Í mínu tilviki stafina "om"
Mig langar að koma að nýju orði sem er haft um þá sem sitja á rassgatinu alla laugardaga sem og aðra daga og horfa á fótbolta - dæmi:
Maður í síma (sem hefur ekki áhuga á fótbolta): Jón, er hann við?
Kona: nei, hann er upptekin í ass-spyrnu!
Mætti jafnvel íslenska það enn frekar með því að bæta r-i framan á.
Nú er ég hættur að skilja þetta með slóðirnar. Það virðist bara vera tölvan heima sem klippir svona aftan af þeim. Þannig að ég hef gert mig að fíbbbbbli. Það er reyndar auðvelt.
Slóðin liggur út úr rammanum hjá mér, en ég gat samt sótt hana. Takk fyrir hjálpina.
Hvað varðar Valdamurt þá minnir mig að einhver hafi náð að bjarga þeirri miklu speki úr glatkistunni, sem ku heita zkarwb á hinu gegnsæja máli Bloggers.
Ég bjargaði henni á einhverju stigi, kannski bættist e-ð við. Og nú þarf ég að rifja upp hvort ég vistaði hana á harða diskinn sem hrundi eða niðri í vinnu.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim