þriðjudagur, febrúar 07, 2006

Plögg

Hinn merka menningarstofnun, útvarpsstöðin Exið, veitir árleg tónlistarverðlaun sín bráðlega. Þessvegna er umaðgera að drífa sig á síðuna þeirra og greiða atkvæði um hitt og annað.

Af allskyns vináttu- og skyldleikaástæðum mælir Varríus með að fólk tilnefni Rokk púnkt is vefsíðu ársins, Benny Crespos Gang nýliða ársins og Ampop hvar sem því verður við komið.

Væntanlega þarf ekki að taka fram að Varríus styður Silvíu Nótt í hverju því sem hún tekur sér fyrir hendur og mælir með að hún sé kosin til allra þeirra trúnaðarstarfa í þágu lands og þjóðar sem hún bíður sig fram í.

Og annaðkvöld fjölmenna allir listunnendur í Þjóðleikhúskjallarann. Það hefur ekki farið hátt, en ætti þó að vera drjúgt aðdráttartæki að þar mun þreyta formlega frumraun sína sem leikari hjá Hugleik bassagítarhetjan knáa hann Loftur!

1 Ummæli:

Blogger Gummi Erlings sagði...

Þarf ekki einu sinni vináttu né skyldleika til að velja Benny Crespo, flott hljómsveit.

Og þeir sem vilja sjá téðan Loft taka bassaboga í nefið er bent á bloggið mitt. Rokk og ról!

5:13 e.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim