fimmtudagur, desember 29, 2005

Hrós daxins

fær kollega Varríusar, María Kristjánsdóttir, fyrir að tilgreina þriðja höfund Túskildinxóperunnar í dómi sínum um jólasýningu Þjóðleikhússins. Það var sumsé ástkona Brechts, Elisabeth Hauptmann sem þýddi fyrir hann Betlaraóperu Johns Gay og vann í handritinu með honum. Aldrei fékk hún samt kredit fyrir þátt sinn, hvað þá hlutdeild í hinum mikla gróða sem verkið malaði höfundum sínum. En kommúnistinn Brecht trúði nú heldur ekki á kapítalið.

Sjálfur fer Varríus á Eldhús eftir máli í kveld í gagnrýnendakápu sinni.

Annars er þetta helst í fréttum:

Það er ekki oft sem mann langar að geta fylgst með rússnesku sjónvarpi, en þetta væri ég til í að sjá.

Og þó Hraun! hafi jólað skemmtilega á Rósenberg þá hefði ég verið til í að skipta á því jólagiggi og þessu – No offense strákar.

Og áramótagetraunin. Hver sagði þetta:
We began as a group not being able to play that well but having great ideas, and a badly played song with great ideas is better than a well played song with no ideas. That's punk rock.
Svarið er í þessari stórfínu grein.

Og fyrir þá sem fóru í ljóðaköttinn þessi jólin: hér fáiði fylli ykkar og vel það.

Áramótayfirlit er í smíðum - verður birt á morgun.

14 Ummæli:

Blogger Gummi Erlings sagði...

Spurningin er hvenær McGowan verði sparkað aftur. Og hvort hann reisi þá við hljómsveitina The Popes. Sá þá einmitt spila á Hróarskeldu 95, MacGowan alveg á skallanum, en bretarnir í hópnum höfðu á orði að hann væri óvenju alsgáður. Og Blogger vitnar líklega í einhvern enn óskrifaðan Pogues texta: "merydolv"

12:40 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Shane er náttúrulega eitt besta dæmi heimsins um „alcohol based lifeform“. Og ólíkt flestum fer það honum það vel. Sennilega er hann samt algjörlega óþolandi að vinna með og Finer og félagar gefast örugglega upp á honum þegar hann byrjar aftur að láta henda sér út úr flugvélum tónleikaferðalögum (fyrir flugtak) sökum drykkjuláta. En þá er nú líka sjálfhætt fyrir hina. Kannski að þeir stofni þá kyuchxr í staðinn.

1:07 e.h.  
Blogger fangor sagði...

hurru manni, hvernig stendur á því að linkasafn yðar hverfur eins og dögg fyrir sólu þegar síðan hefur klárað að hlaða sig inn? þetta er hið allt hið hvimleiðasta, ég er bara öldungis oolwsvt yfir þessu..?

1:29 f.h.  
Blogger Varríus sagði...

Dularfullt... hef ekki orðið þessa var og kann engar skýringar.

9:31 f.h.  
Blogger Ásta sagði...

Ég sé linkasafnið - en hins vegar hefur það fært sig neðst á síðuna sem getur varla kallast góð hönnun. Eitthvað hefur farið úrskeiðis í templteitum.

10:26 f.h.  
Blogger Gummi Erlings sagði...

Kemur alveg eðlilega út hjá mér. Enda með Firefox. Hættið að nota IExplorer, það bara eitthvað svo last century :)

10:44 f.h.  
Blogger Ásta sagði...

Það er rétt - Firefox ræður við síðuna Hvað er að því þótt maður noti bæði? Ég hef sjaldan verið sökuð um að vera sérstaklega hipp og kúl :þ

1:04 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Þorgeir. Ég sem raddformaður V.V.H.R, mun að sjálfsögðu koma þann 6. janúar til RVK og verð til taks fram til jan. Mætti ég uhdbzhu heita ef ég ekki mætti!!

1:36 e.h.  
Blogger Varríus sagði...

Kúl!

Og ef þú kemur tímanlega þann 6. þá nærðu aukasýningu á Jólaævintýrinu!

2:49 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Shane er nú ekkert endlega sammála þeim hinum um að það sé hann sem sé með vandræðin, heldur því fram að hinir séu ósanngjarnir bara. Ég held að það sé rétt sko og ég skil ekki að menn séu að kalla hann drykkjumann, hafiði séð Ragga rauða?

3:00 e.h.  
Blogger Gummi Erlings sagði...

Toggi, ég held að vandamálið með IE er að jólaævintýrismyndin á hliðarreininni er aðeins of breið. Ég lenti í þessu sama einhvern tímann með síðuna mína, IE bregst þannig við að demba allri hliðarreininni neðst. Þú getur prófað að minnka myndina aðeins, þá ætti þetta að lagast. Hliðarreinin er 220px á breidd, svo myndin verður að vera aðeins minni en það.

3:58 e.h.  
Blogger fangor sagði...

fái einhver þennan eldref til að virka í tölvunni minni og ég skal glöð skipta yfir. við hann ríkja meiri samskiptaorðugleikar en ie og hefur microsoft ´því vinninginn þar til eldrefur virkar. *fnæs*

3:04 f.h.  
Blogger Gummi Erlings sagði...

Getur líka prófað Opera. Í raun ekkert síðri en Firefox, ef út í það er farið. Og "íslenskur" þar að auki.

3:44 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Allt kemur þetta heim og saman við mína reynslu. Linkasabbnið sökk til botns á IE þegar jólamyndin kom, en allt eins og blómstrið eina í Eldref.

2:40 f.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim