fimmtudagur, september 29, 2005

Ekki dáinn

bara fluttur.

Varríus var að fikta í bloggstillingum sínum í gærkveldi og tókst með fádæma klaufaskap að eyða blogginu sínu. Þurrka það út með manni og mús.

Það er náttúrulega hundfúlt, aðallega þó fyrir mig, sem týndi þarna á einu bretti ríflega tveggja ára vangaveltum og upplýsingum um uppátæki mín, að ógleymdum ókjörum af gáfulegum kommentum. Verð núna að treysta á stopult minnið.

En hva, þetta var bara stafrænt stöff.

Allavega brá ég skjótt við og endurstofnaði Varríus.

Velkomin aftur öll sem eitt.

13 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Samhryggist.

Síðustu útgáfu af forsíðunni þinni má finna (um stundarsakir a.m.k.) hér: google cache.

The Wayback Machine á aðeins eina síðu frá þér í minni, ársgamla: sjá hér.

Annars sýnist mér í fljótu bragði að blogger hafi gleypt visku þína með húð og hári.

(Ég tók þetta sem áminningu um að taka snarlega bakköpp af mínum eigins gagnagrunni.)

9:09 f.h.  
Blogger Sigga Lára sagði...

Kræst! Þetta er mikill skandall og missir fyrir heimsbókmenntirnar! Er einmitt búin að láta hvarfla að mér einstöku sinnum hvort menn ættu ekki að bakköppa þetta eitthvað... svo hefur það jafnan hvarflað frá mér aftur áður en ég nenni einu sinni að huxa það til enda.

Samúðarkveðjur,

9:10 f.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Ju minn eini.

11:24 f.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

klaufalingurinn minn! ja feginn er ég að hafa ekki verið við hliðina á þér þegar ósköpin dundu yfir!

11:25 f.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

annars var ég að missa símann minn í gólfið og hann er endanlega dauður.. kannski að líðan þín skáni við þessar fréttir?

11:42 f.h.  
Blogger Þorbjörn sagði...

Hryllingur. Allar lýsingarnar um dauða Dumbuldórs!

12:09 e.h.  
Blogger Smútn sagði...

Harmur, ægilegur harmur. Samúð til þín, andúð á kerfið, úlfúð á veraldarvefinn.
Sváfnir

2:11 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Innilegustu ástar og samúðarkveðjur. Það er á svona stundum sem maður huxar „eins gott að maður bloggar ekki“. Þetta kennir manni bara að vera ekkert að fikta í stillingum.

4:25 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Ægilegt. Fékk kuldahroll í húðfituna. Mér datt nú strax að nú hefði CIA hefði komist að þessu með Rómverjana. - Nema það sé Guð sem ekki líkar ritrýnin...

4:48 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Menningarsögulegt slys! :(

7:35 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Ma... ma... djöfullinn sjálfur, mér liggur við að segja stundum - sem sagt; vont. Þetta náttúrulega bara... ja hérna. Merde!

11:06 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Þetta er svo hryllilegt að ég ætla ekki einu sinni að reyna að koma sorg minni í orð. Dettur bara í hug Árni Magnússon og handritabruninn.

Annars er ég svartsýnn maður að eðlisfari og e-r slæmur forboði tjáði mér um daginn að ég skyldi taka kapítulann um Dauða Dumbledors í heilu lagi og vista í word-skjali. Sem ég og gerði og hef upplýst Varríus um. Nú get ég líka glatt þig Þorbjörn. Hefði samt betur vistað allt heila klabbið.

11:01 f.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

ég er viss um að þetta tengist baugsmálinu!!

10:32 f.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim