föstudagur, desember 07, 2007

Hálfvitar á NÖSU í kvöld!

Varríus hvetur tónlistarunnendur, textamerði og aðra fagurkera og gleðipinna til að bregða sér í betri gallann og mæta á NASA í kvöld kl.21. Ljótu Hálfvitarnir og Hvanndalsbræður munu sjá um að skemmta fólki eins og mest þeir mega, sem er töluvert.

Þeir sem ekki eiga heimangegnt geta setið við viðtækin og hlýtt á herlegheitin á Rás 2 frá kl. 22.

En ekkert kemur í staðinn fyrir að vera á staðnum og sjá þessi þokkafullu bönd í eigin persónu. Allir á Austurvöll og svo fyrstu dyr til hægri (séð frá þinghúsinu)!

7 Ummæli:

Blogger Ásdís sagði...

Ég hef ekki ennþá látið verða af því að koma á hálvitatónleika.... en verð alltaf gráti næst þegar ég sé auglýsta tónleika því ég kemst aldrei á þá... núna er ég t.d ekki í borginni.... ég elska diskinn ykkar hann kemur mér alltaf í gott skap... uppáhalds lagið er lagið til mömmu... ég ætla að syngja það til mömmu minnar þegar hún verður sextug.... en hvað ætli ég þurfi að safna í mörg ár til þess að geta ráðið ykkur í brúðkaupið mitt ;)

kveðja Ásdís Ármanns. (litla úr sýni)

1:32 e.h.  
Blogger Varríus sagði...

Hva, kaupir bara ódýran kjól og býður upp á landa úr Lundareykjadalnum

2:38 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

fagurkerar?
Því miður verð ég vant við látin við dómarastörf í Karókíkeppni fyirtækja á Ísafirði...
Húrra.
Ylfurinn....

7:23 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

ÞAÐ VAR GAMAN

11:08 f.h.  
Blogger Unknown sagði...

Takk fyrir mig!
Ég hlýddi heima í stofu..
Næst er í boði að halda tónleika utan próftíma!

1:16 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Iss! Oddur er líka í prófum Huld. Þú þurftir þó bara að hlusta! :)

9:40 e.h.  
Blogger Gummi Erlings sagði...

Komst að því að Ljótir hálfvitar og jólahreingerning á bakaraofni fara ágætlega saman. Kannski var það allur þessi ofnahreinsir sem ég andaði að mér (ætandi helvíti!), allavega skemmti ég mér vel í eldhúsinu.

1:49 f.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim