þriðjudagur, mars 21, 2006

Lágmenningarrant

Horfði á American Idol í gær. Mikið væri þeim tíma vel varið sem færi í að kenna þýðanda þáttanna merkingu orðanna "flat" og "sharp" þegar verið er að tala um tónlist.

Mér finnst sniðugt að fram sé komin dulbúin glysrokksveit, og Drifskaft er flott nafn. Tvö pirr samt:

Hvaða Blönduóshúmor er þetta?

Var virkilega ekki hægt að finna önnur gerfi en gömlu Kiss-gerfin, og úr því það var ekki hægt, af hverju er ekki haft orð á því?

10 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

1. Sem kvarthúnvetningur er ég stoltur af því að Drifskaft þykist vera frá Blönduósi.

2. Allir sem fylgast með "Lost" vita að nafn hljómsveitarinnar er þrælstolið. "Drive shaft" er hljómsveitin hans Charlies. Heimasíða sveitarinnar er hér: http://www.driveshaftband.com/ Þar eru m.a. myndir af tónleikum og vangaveltur um það hvar Charlie sé niður kominn.

2:12 e.h.  
Blogger Varríus sagði...

Það sem ég er hvað ánægðastur með í mínu fari er að fylgjast ekki með Lost. Hljómar eins og jafnvel langdregnara hafa-fólk-að-fíflum-dæmi en 24 og er þá mikið sagt.

4:32 e.h.  
Blogger Varríus sagði...

Á hinn bóginn er ég bísna vel að mér um Kiss, og sem því nemur móðgaðri.

4:32 e.h.  
Blogger Þorbjörn sagði...

Bíddu, hafafólkaðfíflum? Ætli American Idol hafifólkekkiaðmeirifíflum en Lostinn?

4:52 e.h.  
Blogger Varríus sagði...

Stutta svarið er - nei.

5:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Geri ráð fyrir að Blönduóshúmorinn sé sá að hljómborðsleikari hljómsveitarinnar Í svörtum fötum er þaðan.

Drifskaft er svo aftur Í svörtum fötum í dulargervi.

9:38 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Gaman að því að loksins þegar Í svörtum fötum er í svörtum fötum þá eru þeir í dulargervi. Flókið?

9:47 f.h.  
Blogger GEN sagði...

Þeir komu reyndar lengi vel fram í svörtum jakkafötum, styrktir af Sævari Karli (sem er auðvitað einn mesti kefzzujw Íslands). Svo varð Jónsi þreyttur á því að hoppa um í spariklæðnaði, og leifarnar eru mannkynssaga...

11:44 f.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Ok! Mig grunaði reyndar alveg að svo hefði verið. En eins og þú segir, löngu gleymt.

3:33 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Ég held ég hafi tvisvar séð eins og tvær mínútur af Lost. Það var bara gaman. Það drapst einhver í bæði skiptin. Og svo var þarna einhver maður sem Bibbi myndi sennilega segja að væri skipfeitur.

Soldið fúll yfir nafnastuldinum því íslenska rafvirkjasápan sem ég ætlaði að skrifa átti einmitt að heita Lost.

12:19 f.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim