miðvikudagur, febrúar 15, 2006

Ósköp frjálst

Í Singapúr ertu dæmdur til dauða fyrir að eiga ögn af hassi, háar sektir fyrir að hrækja á almannafæri og karlmenn með hár niður fyrir skyrtukraga eru afgreiddir síðastir hjá opinberum stofnunum.

Samt ku vera til mælikvarði þar sem Singapúr er næstfrjálsasta land í heimi. Á eftir Hong Kong, sem er stjórnað af Kínverjum.

Viðskiptablaðinu þykir þetta merkilegur mælikvarði.

Ekki mér.

Samkvæmt öðrum frelsismælikvarða eru púrarnir í sæti 140 af 167.

Sennilega er samt eini mælikvarðinn sem máli skiptir hvort þú myndir vilja búa þar.

Ekki ég.

Og að allt öðru: Varríus fer til Akureyrar á morgun að sjá Maríubjölluna og hlakkar til. Aðstandendur sýningarinnar blogga hér og kostulega grein um hinn afar rússneska höfund verksins getur að líta hér.

Fyrir áhugafólk um leiklistarsögu þá er þetta bæði fróðleg og frábærlega skemmtileg skyndimynd af víðfrægum amerískum pródúsent, Joe Papp.

Og Ármann Jakobsson færir okkur fregnir af andláti Andreasar Katsulas. Bíófólk þekkir hann best úr The Fugitive en leikhúsfólk rifjar heldur upp að Katsulas var einn af lykilmönnum í upphaflega alþjóðlega leikhópnum hans Peters Brook, og lék m.a. Bubba Kóng í rómaðri uppfærslu.

Örlítið neðar á síðu Ármanns er hnittin vísa um skotfimi Dicks Chaney. Meira skop um veiðiferð Chaneys er að finna í Gvendarbrunni.

Helstu heimkynni kveðskaparins eru hinsvegar sem fyrr hjá Bibba.

Þeir sem ekki nenna að yrkja geta fengið aðstoð hér og hér.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim