fimmtudagur, febrúar 09, 2006

Meira en þúsund orð

Hótaðu skopteiknara dauða og djöfli og þú kallar yfir þig reiði... allra hinna skopteiknaranna.

Hér má sjá gott safn af skopmyndagreining ástandsins. Sumt harla fyndið.

Samtök sem kalla sig Arab European League hafa ákveðið að taka varðmenn tjáningarfrelsisins á orðinu og keppast nú við að slátra því sem þau telja vera heilagar vestrænar kýr. Ekki fyrir viðkvæma - en er ekki þjóðernisleg skylda okkar vesturlandabúa að sjokkerast aldrei yfir gríni?

Og svo virðist sem dönsku myndirnar hafi birst í egypsku blaði í október í fyrra án þess að það yrði að milliríkjadeilu.

Sendiherra Hugleiks í Danmörku er með þetta ágæta yfirlit um málið frá Lókalsjónarhóli.

Og talandi um Danmörku: Það á ekki af þeim að ganga, ef marka má forsíðu "hins nýja og betra" DV í dag. Gott að kynferðisofbeldi gegn varðmönnum drottningar er líka komið á dagskrá hinna fræknu varðhunda siðgæðisins.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim