föstudagur, janúar 06, 2006

Lífið er annarsstaðar

Ekki mikið að blogga núna eins og sjá má. Enda nóg af skemmtan á öðrum bæjum. Bibbi t.d. í stuði, kastar fram fyrripörtum sem hagyrðingar keppast við að botna, og hugleiðingum sem menningarvitar hamast við að botna í.

Og svo er hér einn nýr: Jóhann Kristinn Gunnarsson er húsvískur efnispiltur, orðsnjall og fyndinn. Hann er líka góður leikari eins og hann á kyn til, en Jói, faðir hans og yngribróðir fóru allir á kostum í Uppspuna frá rótum um árið. þá er móðursystir hans, hún Gunna Stína, ein af heldri leikkonum Leikfélags Húsavíkur, auk þess sem hún var kennari Varríusar í neðriparti barnaskólans. Eitt trámatískasta augnablik í leikhúsi sem ég man eftir er þegar ljósin komu upp í öðrum þætti Það þýtur í Sassafrasstrjánum og mín ástsæla kennskukona sat þungt haldin með ör í brjóstinu!

Verkið er bæðevei afar skemmtileg farsaparódía á villta vestrið og vestra-rómantík og verðskuldar að þeir sem eru að leita að fyndnum leikritum að setja upp kíki á það.

Þeir sem vilja frekar að aðrir skemmti þeim ættu að kíkja í Þjóðleikhúskjallarann á miðvikudaginn, en þá verður hin illræmda vampýruópera Bíbí og blakan vakin upp og flutt í eitt skipti. Byrjar kl. 21 - 1.000 kall inn. Mætið eða verið ferkantaðir ella!

Koluppselt á aukasýningu Jólaævintýrinu. Gaman að því.

4 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Þess má til gamans geta að Gunni faðir Jóa Kr. (og þar með talin Gunna Stína) og Aðalheiður Þorsteinsdóttir (sem einmitt spilar undir í Bíbí) eru systkinabörn, altsvo hinum megin frá, eins og ég kalla það, því við Alla erum systkinabörn hérna megin frá. Veit hins vegar ekki um neinn indjána í minni ætt, nema ef vera skyldi indjánnann í Gaukshreiðrinu sem Baldur Kristjánsson túlkaði svo eftirminnilega um árið. Svona er nú heimurinn lítill.

6:08 e.h.  
Blogger Varríus sagði...

Já heimurinn er lítill, og er þó Húsavík jafnvel enn minni - sem betur fer.

9:28 e.h.  
Blogger Gummi Erlings sagði...

Já, hvenær setur Hugleikur upp vestra? Eða vesturfarana? Alls kyns vondir brandarar um nýbúa og útrás og grúpps koma strax upp í hugann. Og vitanlega verður þar hin fagra indíánastúlka Uydyd (eins og Blogger kallar hana)

9:43 e.h.  
Blogger Varríus sagði...

Þú segir nokkuð - reyndar er í skúffum okkar þremenninga hugmynd um leikrit um samskipti íslenskra vesturfara og indjána, gott ef sérlegur sendiherra Hugleix í vesturheimi, hann Haralaldur Bessason var ekki inviklaður í hana einhverntíman. Og auk fyrrnefndrar indjánastúlku má gera ráð fyrir að Blogger-stríðskappinn djhro láti að sér kveða.

10:04 e.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim