laugardagur, desember 31, 2005

2005 - topp 100

Að setja upp fjölskyldusplatterinn Enginn með Steindóri eftir Nínu

Allra kvikinda líki hjá Leikfélagi Kópavogs

Allt nýja fólkið sem gekk til liðs við Hugleik á árinu

Atli Rafn í Halldór í Hollywood

Bjóða mig fram til formanns Bandalags Íslenskra leikfélaga

Borða saltfisk hjá Ylfu

Brotthvarf Patrick Viera

Chagall-safnið í Nice með öllum biblíumyndunum

Comedy Store Players – Harlem Globetrotters leikhússportsins

Dæmisögur Fontaines í uppfærslu Roberts Wilson í Comedie-Francais

Dauði Arthurs Miller

Davíð Oddsson - Súperstar! hjá Leikklúbbnum Sögu

Dynjandi

Eignast Cajon

Fá aftur rjúpur (verða í matinn í kvöld)

Fá loxins orgelharmóníumið mitt suður

Fara einn að kaupa jólatré í fyrsta sinn

Fara ekki í skólann

Fara út í hléi á leiksýningu – þetta var orðið gott

Ferðast milli landa með fullar nærbuxur af grjóti (ekki spyrja)

Finna hvað margir fylgjast með biblíublogginu - og það jafnvel vandalausir!

Foi Gras í París – sem undirbúningur fyrir Steindór

Fráfall lærimeistarans Þorsteins Gylfasonar

Galdrakarlinn Bobby McFerrin í Háskólabíói

Hætta í skólanefnd

Helíumsala Hugleiks í blíðunni á 17. júní

Heyra í Ampop á tónleikum

Hilmir Snær í Ég er mín eigin kona

Hlusta á Nooruskórinn frá Eistlandi í Mývatnssveit

Hugleikur í Þjóðleikhúskjallaranum

Hugmyndirnar sem fæddust eða endurlífguðust um næstu verkefni

Japanska sýningin í Mónakó :)

Jarðböðin við Mývatn (með bók í hönd að sjálfsögðu – ég er lestrarfíkill)

Kaupa nýjan bíl - og geta ekki selt þann gamla

Koma sér æ betur fyrir í Skipholtinu

Koma til Nice (very nice)

Konsert Anne Sofie Von Otter

Kynnast Bernd Ogrodnik og göldrum hans

Kynnast tónlist Joni Mitchell

Læra að elda uppáhaldsmatinn minn alveg sjálfur

Langa í kött þrátt fyrir ofnæmið

Leikdómasafnið mitt á netinu

Leikhúsferð til London með Huldu og Silju um hvítasunnuna

Lesa Biblíuna og skrifa um hana hugleiðingar

Lion King í leikhúsi

Með Country Matters á IATA-hátíðina í Mónakó

Mónakóska sýningin í Mónakó :)

Nigel Watson að flytja sögur úr Mabinogion

Níkaragúska sýningin í Mónakó :(

Nóbelsverðlaun til Harold Pinter

Nýuppgötvuð hagmælska Huldu

Nýyrðin Kremfress og Smákrá

Parísarferðin með Huldu og Silju

Patataz!

Patti Smith á NASA – tónleikar ársins

Pink Floyd á Live8

Ritdeila mín við biskupinn og fleiri um málefni Helga Hóseassonar

Ritun Jólaævintýrisins með Bibba, Sigrúnu og Sigguláru

Rússneska sýningin í Mónakó :)

Rússneski gestaleikurinn með Kirsuberjagarðinn

Sambýlingar á Húsavík

Semja Jólaóratóríu

Sjá Peter Brook í eigin persónu

Sjá uppfærslu á What the Butler saw sem virkar fullkomlega

Skemmta við tendrun jólatrésins á Austurvelli

Skemmtiatriði heimamanna á galakvöldi í Mónakó :(

Skreppitúr til Ítalíu

Sleppa leiklistarhátíðinni á Akureyri

Slóvakíska sýningin í Mónakó :)

Smakka ostrur í fyrsta (og vonandi síðasta) sinn

Starfsmannaferð til London með Huldu og Hvíta húsinu

Stofna kór

Subfrau í Borgarleikhúsinu

Suður-Afríska sýningin í Mónakó :(

Surprise-tónleikar með Alice Cooper

Synda í Miðjarðarhafinu

Syngja Svarfaðardalur með kirkjukór Dalvíkur á hátíðardinner í Mývatnssveit

Syngja Messías í Mývatnssveit hjá Góla

Sýning í The Globe

Taka á móti Grímunni fyrir barnasýningu ársins

Tónleikar með Hraun!

Tónleikarnir með Bryn Terfel

Tristan og Iseult hjá Kneehigh

Troða upp með Barbie Girl á hátíðardinner í Mývatnssveit við stigvaxandi gleði

Týna tveggja ára skammti af bloggi sakir kunnáttuleysis í kóreönsku

Uppgötva að Mónakó-hátíðin stendur ekki undir hæpinu sem rjóminn af áhugaleikhúsi heimsins

Uppgötva The Jam

Upptökudagurinn á tónlistinni úr Jólaævintýrinu

Velgengni Jólaævintýrisins

Vera vitni að klaufalegustu vítaspyrnu ársins hjá Henry og Pires

Vestfjarðarúnturinn með Huldu

Viðburðaríkur aðalfundur Leikskáldafélagsins

Vinnan með leikhóp og öðrum listamönnum við uppfærslu Jólaævintýrisins

Vinnan með Sævari og Jóa Haux í Vinnan Göfgar eftir Júlíu.

Vinnan við Klaufa og Kóngsdætur

Þríleikur Peters Brook í Bouffes du Nord

Þrjár bækur eftir Stephen Fry

Önnur heimsókn á Highbury

10 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Gleðilegt ár kæri Varríus og frú. Á þessum lista hefði að sjálfsögðu einnig átt að standa "að mæta ekki í BRÚÐKAUPIÐ" en ég fyrirgef það fyrst að saltfiskurinn var svona eftirminnilegur. (man ekkert eftir því sjálf að hafa gefið ykkur saltfisk reyndar) Blogger segir ykkur alls ekki hafa borðað hjá mér saltfisk, heldur þjóðarrétt Bloggara, Dyumii, sem ég held að innihaldi aðallega marflær.
Kveðja, Frú Ringsted.

9:42 e.h.  
Blogger Syngibjörg sagði...

Takk fyrir samsönginn í sumar í Mývatnssveitinni. De var dælicht:O)

9:42 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

góður listi.. fokkar svoldið í stafrófinu að íslenska orðið "trilogy"..

11:54 e.h.  
Blogger fangor sagði...

gleðilegt ár kæri varríus og hulda, takk fyrir frábært samstarf og almenna skemmtan á liðnu ári. megi þau verða fleiri og fhwffi

11:56 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Mér finnst þú skrifa orðið „færri“ full óskýrt kæra fangor.

Óska Varríusi og lesendum hans gleðilegs jlfnu með þökk fyrir jlfnuið sem leið.

2:45 f.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Takk fyrir orðin

9:05 f.h.  
Blogger Gummi Erlings sagði...

Gleðilegt ár, kæri Varríus og Hulda. Og sumum ykkar hinna þakka ég fyrir síðast.

10:18 f.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Já rlpxhoa, hoa, hoa til ykkar allra. Ein af ánægjulegustu uppgötvum síðasta árs var þegar ég fann aftur bloggsíðu Varríusar og hef skemmt mér vel yfir skrifunum. Nú langar mig að vita hvaða hluta úr Góðu bókinni Varríus er að lesa svo ég geti verið samferða, því ég er svo lengi að lesa.

1:53 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

zvqfsid, kæri Toggi og frú. Er enn mögulegt að fá tvo miða á sýninguna á föstudagskvöldið??
Við komum á fimmstudagskvöld í bæinn. Breytt plan.
Ylfa

4:01 e.h.  
Blogger Varríus sagði...

Auk þess sem hann kann ekki stafrófið ef ég man rétt.

1:28 e.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim