Ef það er rétt, sem Árni Snævarr gerir að umtalsefni hér, og forsetavefurinn virðist staðfesta hér, að forseti Íslands hafi sent samúðarkveðjur til forseta Kína vegna hamfaranna þar, en láti hörmungarnar í Burma sig engu varða, þá er það í besta falli óskiljanlegt og versta falli ógeðslegt.
Á þessu kunna auðvitað að vera einhverjar prótókollskýringar, en svei mér þá ef manni er ekki bara alveg sama um það. Á Burmaharðstjórum og Kínakúgurum er bitamunur en ekki fjár. Kínasleikjuskapur er tvímælalaust einn ljótasti ljóður á ráði hverrar silkihúfu.
Skamm!
Heyr
SvaraEyða