mánudagur, ágúst 21, 2006

Játning

Jæja, Fréttablaðið er búið að skrifa um þetta, svo ég sendi þessi skilaboð til þess sniðmengis mannkyns sem les Varríus en ekki Fréttablaðið.

Ég og fjórir* félagar mínir erum sumsé í óðaönn að skrifa handrit að Stundinni okkar. Auk Varríusar eru þar á ferð Ármann Guðmundsson og Sævar Sigurgeirsson, að viðbættum Snæbirni Ragnarssyni sem Fréttablaðinu þótti ekki ómaksins vert að nefna, en er þó tvímælalaust jafnvígur okkur hinum í fíflagangi, og öllu fremri þegar kemur að lagasmíðum eins og allir smekkmenn á tónlist vita.

En allavega, við erum á kafi í Stundinni okkar. Búnir að skrifa tíu þætti og gott betur, og í dag voru fyrstu tökur. Svo við gerum langa sögu stutta þá er þetta búin að vera óumræðilega skemmtilegt. Að skrifa og semja, að útsetja og taka upp tónlistina með súpergrúppunni sem samanstendur af Baldri, Gunnari Ben, Jóni Geir og Lofti. Að vinna með öllum ofurmennunum á RÚV. Og svo dagurinn í dag þar sem Ísgerður, Ívar og Þráinn breiddu úr vængjum sínum. Við erum vissulega pönkarar, en það var stutt í tárin.

Nú er sko gaman.

Samkvæmt endurtalningu Sævars munu þeir vera þrír, félagarnir

22 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Tíhí. Mér telst svo til að það séu þrír félagar auk þín. En vissulega allir dálítið umfram þau mörk þar sem venjulegir menn enda, svo það er auðvelt að mistelja.

Og jahátsh! Það er sko gaman í okkar bekk.

1:16 f.h.  
Blogger Þorbjörn sagði...

Sem fulltrúi umrædds sniðmengis segi ég:
Jibbí!

8:33 f.h.  
Blogger Hildigunnur sagði...

snilld, bara :-)

9:00 f.h.  
Blogger Sigga Lára sagði...

Já, er ekki stundin okkar ennþá klukkan 18.00 á sunnudögum? Ég hef ekki getað horft á hana fyrir bjánahrolli síðan Bryndís Skram hætti. En nú skal sko verða breyting á.

10:29 f.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Þetta eru góðar fréttir! Rúv fær prik í kladdann fyrir að hafa vit á því að fá ykkur til starfans þess arna! Og ég hlakka til að horfa með syninum - hann hefur ekki vijað sjá Birtu og Bárð og lái ég honum ekkert fyir það...

10:51 f.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Gratúlera!

Það er greinilega ekki seinna vænna að flytja heim svo maður geti notið dýrðarinnar í návígi...

11:11 f.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Ó já ég var nú búin að taka nótis af þessu í blöðunum og gleðjast óendanlega. Því vil ég bæði óska ykkur til hamingju með þennan súper skemmtilega starfsvettvang og okkur hinum ekki síður sem sitjum uppi með að fylgjast með barnaefninu í sjónvarpinu. Birta og Bárður nutu óverulegrar hylli á mínu heimili og morgunefnið á laugardögum og sunnudögum er algjört prump síðan stubbarnir, bangsímon, Lísa, My House og spæjarahundurinn hættu.
Ég hlakka til.

11:33 f.h.  
Blogger Gummi Erlings sagði...

Já, þetta verður skemmtilegt.

12:46 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Gott ef við barnlausa fólkið flykkjumst ekki að skjánum líka....

Nína

2:44 e.h.  
Blogger Ásta sagði...

Vei - Stundin okkar sem must-see-tv. Held ég hafi ekki upplifað það síðan Palli var upp á sitt besta.

4:27 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Sammála öllum ræðumönnum. Get ekki beðið eftir að horfa með syni mínum tíu mánaða - sá skal sko læra gott að meta.

7:13 e.h.  
Blogger frizbee sagði...

Skemmtilegt innlent barnaefni? Vá. Það hef ég ekki séð leeeengi! Góðar fréttir fyrir æsku landsins... og okkur hin auðvitað líka

10:26 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Þess ber þó að geta við skrifum einungis rammann eða burðarefnið, þ.e. 12 mínútur af hverjum þætti (sem er u.þ.b. 25 mín). Allt hitt efnið verður bland í poka á annarra vegum. En það breytir því ekki að fólk verður að horfa á allann þáttinn, því þessar 12 mínútur skiptast í 5 hluta. :)
Takið frá 31 sunnudag í vetur.

12:20 f.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Og btw. Tóró ... ég held þú eigir að geta horft á netinu ef þú verður ennþá í útlegð.

12:22 f.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Vá strákar, engin pressa...

1:18 f.h.  
Blogger GEN sagði...

Hey, ég trúi því staðfastlega að tónlistin standi amk undir sínu... Tzhyj..! Ckzbuql..! Wawbc..!

2:35 f.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Mér skilst að fóstur séu farin að heyra þokkalega á fjórða mánuði, þannig að það er bara bumba við skjá. Sést ekki mikið, en það gerir nú minnst til...

10:11 f.h.  
Blogger Smútn sagði...

Gaman.
Má búast við Mörðum ýmisskonar og Emmu T..su á skjánum?

10:21 f.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Getið þið ekki beitt áhrifavaldi ykkar og látið endurvekja Hugvekjuna á undan stundinni? Það var ágætis þáttur. Annars var ég fyrir löngu búin að frétta þetta, vissi alls ekki að þetta væri leyndó og er búin að segja að minnsta kosti hundrað manns frá þessu!!!
Er það slæmt?

2:16 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Ertu óléttur Siggi?

11:15 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Hér er þegar búið að taka þennan tíma frá á sunnudögum og verður afsökun unglinganna sú, að þeir þekki suma sem skrifa efnið. Ég þarf enga afsökun, hlakka bara til og er ofsalega stolt af ykkur. Til hamingju allir saman!

6:13 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Takk.
Já Ylfa við erum að vinna í þessu með Hugvekjuna. Erum jafnvel að hugsa um að flytja hana sjálfir til skiptis. Þetta voru heilagar stundir. Ég man að maður kom yfirleitt beint úr fjárhúsunum (seinni gjöfin tekin snemma á sunnudögum), drakk kakó yfir Hugvekjunni, horfði svo á Húsið á sléttunni, dýralífsþátt eða e-n svona krakkar-frá-ýmsum-löndum þátt og síðan Stundina.

Ekkert marðarkyns enn sem komið er Smútn ... en það er b...norn. Ef Emma eða eftirnafn hennar slæðist inn í þættina, þá er ég hættur. Það eru takmörk.

12:41 f.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim