Var að koma af Klaufum og kóngsdætrum, sem ég hafði ekki séð síðan einhverntíman sl. vor. Og skemmti mér alveg vandræðalega vel. það er ekki margt hallærislegra en að fara á sýningu á eigin verki og detta í að lifa sig 100% inn í hana, hlæja og skæla eins og krakki.
Hún hefur þroskast vel, leikhópurinn með fullt vald á henni og nota það til að hlaupa út undan sér endrum og sinnum, öllum til mikillar gleði. Það er munurinn á þroska og sjúski.
Og nú eru tveir leikarar að hætta í henni, og tveir nýir að taka við. Annar þeirra er fyrrum hugleikari. Frumsýning um næstu helgi. Ég verð annarsstaðar, en mun kíkja á nýja kastið við fyrsta tækifæri.
Fleira gott:
Þórunn Gréta heitir stúlka að austan, sem ólíkt öðrum brottfluttum austfirskum leikhúsrottum er ekki í Hugleik heldur í Leikfélagi Hafnarfjarðar. Hún bloggar líka og er helvíti góð í því. Lítum á dæmi.
Og talandi um hagfræði: gamall uppáhaldsleikari Varríusar hefur lagt sminkið á hilluna. Fyrst fór hann og lærði fyrrnefnda vitleysisfræðigrein, en hefur nú tekið stefnuna á pólutíkina. Herrar mínir og frúr: Heeeeerrrreeeee's Dofri!
Fór á Naglann í gærkveldi - dómur væntanlegur á morgun. Kíkti síðan á Rósenberg og náði í afturendan á debúti Ripps Rapps og Garfunkels (lofar góðu) og byrjuninni á Hrauni (klikka ekki) áður en okkur hjónunum var öllum lokið og fórum heim. Sofnaði vært yfir aldeilis glataðri Evróvisjónforkeppni.
Ætla á Sölku Völku í kvöld. Krota kannski eitthvað hér um það við tækifæri.
Hvurjir eru að hætta og hvurjir eru að taka við í Klaufunum?... Mín soltið forvitin því ég verð á bekkjunum á sunnudag... loxins
SvaraEyðaÖrn og Arnbjörg víkja - best að liggja aðeins lengur á uppl. um hverjir koma í staðinn.
SvaraEyðaÞað verður að vera einhver spenna í þessu.
mmmmmmmmmm - en hugleikarar eru fáir á fjölunum þannig að ég skjótta á Maríu (sem Agnar Jón vill sjá á öllum fjölum um þessar mundir eins og hann sagggggði í úbbvarpinu)
SvaraEyðaSmekkmaður á kvenfólk, Aggi
SvaraEyða